Wednesday, August 26, 2009

A Day in the Life - bloggstrakt

Ok... til að gera lesninguna skemmtilegri mæli ég með því að spila ýta fyrst á play á þessu myndbandi og hlusta á í leiðinni, það er eiginlega möst. Já það er eiginlega bara bannað að lesa bloggið án þess að ýta fyrst á play.










hey! ertu örugglega búin að ýta á play? og búin að leyfa vídjóinu að hlaðast inn? ef þú skildir vera með nettengingu á við hellisbúa? En ekki teningingu eins og hér á öresundskollegí, 800 kb á sec?


ok gott.......do carry on, do carry on!





zz


zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz






zzzzzzzzzzzzzzzzzzzz



zzzzzzzzzzzzzzzz



.................




......................





.............

zzzzzzzzzzzzzz


hvaða læti eru þetta er mig að dreyma?



zZZZZZzzzzzzzZZZZzZZZZZZZzzz


......


zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzbyltrumsk




nei birta að ná í föt til að fara í skólann vá pirrandi





neiii bíddu það er ekkert pirrandi kl er 8 get sofið klst lengur jess





zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz



........




dreymi

zzzzzzzzzzzzzzz




.......

ZZZZzzzzzzZZZZzzzzzzZZZZZZzzzZZZZZzzz

................................




dreymidreymidreym dreymi dreymi dreymi dreymi

..........


........





zzzzz.............






zzzzzZZZZZzzzzZZZZzzZzzz............



VEKJARAKLUKKANN!




kl 9 shiiii nenniggiiiii screw it ég sef 10 min lengur............................




zzzzzzzzzz......




.........rumsk vá þessi koddi er ömurlegur.......






zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz..............





zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzdreymidreymrumsk

................






........................





zzzzzzzzzz

hvað er klukkan 10!?

oh neiii allt planið mitt ónýtt æ allt í lagi nenniggi sofa meira






zzzzzzzzzz................



zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz.......


zzzzzzzzzzzzzzzzzzz

.....zzzzzzzzzzzzzzzzZZZZzzZZzzZZZZZZZzzzz







zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZzzzZZZZZZZZZ





ZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZ!



zzzzzzZZZZzzzzZZZzzDREYMzzzzéggetgaldraðeinsogharryppotternaiszzzzzZZZZZexplodiendo!ZZZZZZZ



zzzzzzzzzzzzzzZZZZzzzzzzzzzzzzzzzzzrumsk




zZZZZzzzzzzzZZZZZZzzZZZZzzööööööööööégþarfaðpissaVAKN



11!!!

klukkkan er 11...

meeen enn meira ónýtt planið búin að sofa yfir mig í drasl....

æ ég sef bara lengur........



.....zz......





eða nei..

hvern er ég blekkja þetta er ekki búið enn!! Hvað myndi obama gera..... já! hann myndi:

byrja bara planið núna YES WE CAN!!!!



ÍÞRÓTTAFÖT..........



TEYGJU Í HÁRIÐ..............



IPOD..................



HLAUPASKÓR.........




LYKLAR Í LEYNIVASANN Á HLAUPABUXUM............




NIÐUR STIGAGANGINN........


HOPPA NIÐUR SEINUSTU TRÖPPURNAR.......






HLAUPA Á HRAÐA ANTILÓPUNNAR.............





HLAUPA........





HLAUPA MEÐFRAM VATNINU...........


HLAUPA.........



HLAUPA YFIR Á RAUÐU LJÓSI EKKERT STOPPAR MIG......




HLAUPA...........



HLAUPA MEÐFRAM ANDAPOLLINUM.........




MEÐFRAM RÓNA HAHA ÉG ER EKKI ÞUNN!............


HLAUPA ÉG ER LEIFTUR.......




VÁ ÞETTA ER LÍFIÐ ÉG GÆTI HLAUPIÐ Á ENDA VERALDAR!!!!......




HLAUPA..........






HLAUPA.......





PFFF...........




PFFFFF............





pffff..........



skokka.........


skokka..........




vá ég er svöng............





og þyrst..........


kannski af því ég er ekki búin að borða morgunmat.........




öööö..........




dam það hlupu 4 hlaupamenn frammúr mér...............




æ það er svo heitt.......




sól!............



æ ég labba smá.......




labb....geitungur!! ahhh þegar ég labba svona hægt meðfram trjánum koma bara geitungar í mig ég ætti að hlaupa!! nei nenniggi.......





labb...





labb.............. ..............labb alla leiðina heim.............morgunmatur...........hafragrautur.......birta heima að horfa á australias next top model.....dett í þáttinn....birta í klúbbinn......eyrún kemur heim.......gerir latté........



LATTÉ!!!!......




TÖLVA.....



ÞÝÐA FERILSKRÁ Á DÖNSKU.....



TAKA TIL Í FERÐATÖSKU ÞAR SEM ÉG GEYMI ALEIGUNA MÍNA ÞVÍ ÉG ER EKKI KOMIN MEÐ NEINAR HILLUR........





TAKA TIL Í HERBERGI...................





SKOÐA NÁMSKRÁNA Í ENSKU......




VÁ ÞETTA HLJÓMAR VEL....MENNINGARSAGA BRETLANDS!




EF ÉG TEK 120 EININGAR ENN ER ÉG KOMIN MEÐ BA GRÁÐU......


BA GRÁÐA......



ÁKVEÐ AÐ FARA Í 60 EININGA FJARNÁM Í ENSKU......



SENDI PABBA MEIL UM AÐ REDDA ÞVÍ....



PABBI REDDAR ÞVÍ......




SÆKJA EYSTEIN Á LEIKSKÓLANN........




HITTUM TRÚÐAKONU Á LEIÐINNI SEM GEFUR OKKUR FIÐRILDABLÖÐRULISTAVERK.....



EYSTEINN HRÆDDUR VIÐ TRÚÐAKONUNA OG BLÖÐRUNA HENNAR......


INN AÐ BORÐA BRAUÐ MEÐ NUTELLA....



ÚT AÐ LEIKA Á LEIKVELLINUM........





LJÓNIÐ SEGIR WRAAARR OG KEMUR AÐ NÁ Í EYSTEIN!!!......




GAMAN HJÁ OKKUR :D.....




BIRTA KEMUR Á LEIKVÖLLINN.....




BIRTA OG JÓRUNN AÐ RÓLA......




EYSTEINN DETTUR Á NEBBANN OG FÆR BLÓÐNASIR OG FER AÐ GRÁTA.....




æææææ.......blóðnasir.....inn að horfa á apamynd...........versla inn........bólginn rauður nebbi.......toystory....ég er sko vinur þinn.......borða fisk.......toystory......kvöldkaffi.......matador......giggidí.......



ÚTRÁSARVÍKINGAMATADOR ÉG VANN OG BIRTA TÓK KÚLULÁN JÁ!!..........



skoða bókalista fyrir fjarnám......hmm bækurnar eru kannski soldið dýrar fuuuu.......en það verður gaman að læra þetta......gera plan fyrir morgundaginn.............blogga blaggstrakthátt............geisp








...............bæ.

Sunday, August 23, 2009

Hyg og Harry Potter


Fyrsta helgin mín hérna er búin að vera mjög ljúf :) Ég var heima með Birtu og Eystein á föstudagskvöldið og það var bara kósýkvöld. Horfðum á talentshow sem er danskt x-factor og borðuðum nammi. Eftir að Eysteinn var sofnaður horfðum ég og Birta Líf á Legally Blonde. Eyrún var úti að djemmza og það var víst dansað og dansað! Á laugardaginn fór ég í fyrsta sinn út að skokka fór 4 km á nýjum hlaupaskóm sem Eyrún sæta systir gaf mér í komugjöf! Einstaklega ljúft að skokka hér, stutt í almenningsgarð fann meira að segja andapoll á leiðinni. Svo er hægt að mæla vegalengdirnar á www.irun.dk sem er náttla snilld! Eftir skokkið tók ég mér catnap. Eysteinn Ernir var hjá pabba sínum á laugardaginn svo við stelpurnar fórum í biografen, áttum allar eftir að sjá Harry Potter. Ég verð að segja að hún kom mér skemmtilega á óvart, var búin að heyra svo margt slæmt um hana. Jim Broadbent var alveg að halda þessari mynd gangandi sem prófessor Slughorn og það var alveg margt fyndið. Samt nauðsynlegt að vera búin að lesa bókina, annars eru margar gloppur í myndinni. Prófessor Gandalfur var ekki alveg að skila mér fannst mér. Fín afþreying, gef henni ** og hálfa

Í dag er Eyrún að læra og við hin að leika og slappe af :) Gott veður úti!! Ekki frá því að ég hafi nælt mér í nýjar freknur, þær eru þá orðnar 5.669.994 hehehe

Leiter ;P
Jórunn

Wednesday, August 19, 2009

Komin á nýja heimilið :)

Flugið gekk vel, hitti Gísla og Kötlu sem voru á leiðinni til köben að hitta systur Gísla. Við þrjú vorum svo sein að koma okkur inn í vel að það þurfti að kalla á okkur í kallkerfið, heheh... Óvænt gleði að ég fann ipodinn minn í töskunni á leiðinni, en ég var einmitt búin að leita um allt heima :) Þetta lítur bara fantavel út hérna, sól og hiti úti!! Ég er komin með danskt númer og búin að tala dönsku jess. Birta Líf er lasin litla greyið en Eysteinn er frískur x2 svo það jafnast út ;) Eyrún er að elda hammara í kvöldmat og svo fer hún að hjálpa vinkonu sinni að flytja. Á morgun er síðan planið að hitta Nínu Guðríði og Jóhönnu í íbúðinni hjá Nínu og elda :D Kannski ströndin samt fyrst, veðurspáin segir 25 gráður og sól!
Hej hej
Jórunn

Tuesday, August 18, 2009

Sólarhringur í brottför

Mikill heiður að skrifa fyrstu orðin á þessu verðandi magnaða bloggi mínu! Ég mun hér með tileinka Svönu þetta blogg en hún á afmæli í dag! Veió!

Seinasti heili dagurinn á Íslandi var eftirminnilegur. Fór með bækur á skiptibókamarkað, allt í lagi með það. Síðan að láta þýða stúdentsskírteinið yfir á ensku í MR (hitti Iðunni sem var snilld) og svo að eyða inneignarnótu í spútnik. Á leiðinni sá ég forsetabílinn #1 = nais, bíl með rass út um gluggann - brjálað mún í gangi á hverfisgötunni, ég færði mig alveg innar á gangstéttina djísús! Síðan var einhver lýður búin að rífa upp tré úr almenningsgarði og dreifa þeim um allt á torg rétt hjá? Hvaða statement er það eiginlega. Löggan mætt og svæðið og allt í rugli. Ákvað að drífa mig í burtu þegar það kom ljósmyndari og tók myndir af mér, gömlum manni og stöðumælaverði en við vorum öll að hneykslast á þessum brjáluðu ungmennum.

Eins og er er ég að gera allt til þess að fresta því að pakka bloggandi í ruglinu... Sit hérna í herberginu mínu hálfhrærð yfir þessu öllu saman, "hvað er ég eiginlega að gera?!" er hugsun sem kemur upp í hugann öðru hverju. En svo aftur á móti koma líka stundir þar sem ég hreinlega get ekki beðið. Mest erfitt að þurfa kveðja alla, langar svolítið að láta mig bara hverfa án þess að kveðja kóng né prest hehe. Fólk er líka að gera mér erfitt fyrir með legendary kveðjustundum. Ásta og Íris fóru með mig í ógleymanlegan Lord of the Rings leik (þurfti að leita að hringnum eina á ýmsum stöðum), og gáfu mér skikkju og hringinn eina til þess að hafa með til DK! Verður gaman að hjóla um í sturlun :)
Kvöldmaturinn var á Saffran með mömmu, pabba, Bjarna & Bergrós. Gúrmei matur og horfðum síðan á stóra skemmtiferðaskipið sigla úr höfninni. Á leiðinni heim kom aint no sunshine when shes gone, ótrúlega tilviljun. Eins og í öðrun heimi!!! Dagný og Guðrún komu til mín í surprise heimsókn um kvöldið með myndir til að hafa í veskinu (á pottþétt aldrei eftir að skoða þær og aldrei eftir að sakna þeirra og snökta þegar ég skoða þær.....) Síðan fór ég í ágætisrúnt með "crewinu" Örnu, Ingó, Lilju og Trausta. Arna gaf mér afmælisgjöf sem ég ætla að opna í flugvélinni víí. Það er klárt mál að ég á eftir að sakna Íslands í ræmur!