
Fyrsta helgin mín hérna er búin að vera mjög ljúf :) Ég var heima með Birtu og Eystein á föstudagskvöldið og það var bara kósýkvöld. Horfðum á talentshow sem er danskt x-factor og borðuðum nammi. Eftir að Eysteinn var sofnaður horfðum ég og Birta Líf á Legally Blonde. Eyrún var úti að djemmza og það var víst dansað og dansað! Á laugardaginn fór ég í fyrsta sinn út að skokka fór 4 km á nýjum hlaupaskóm sem Eyrún sæta systir gaf mér í komugjöf! Einstaklega ljúft að skokka hér, stutt í almenningsgarð fann meira að segja andapoll á leiðinni. Svo er hægt að mæla vegalengdirnar á www.irun.dk sem er náttla snilld! Eftir skokkið tók ég mér catnap. Eysteinn Ernir var hjá pabba sínum á laugardaginn svo við stelpurnar fórum í biografen, áttum allar eftir að sjá Harry Potter. Ég verð að segja að hún kom mér skemmtilega á óvart, var búin að heyra svo margt slæmt um hana. Jim Broadbent var alveg að halda þessari mynd gangandi sem prófessor Slughorn og það var alveg margt fyndið. Samt nauðsynlegt að vera búin að lesa bókina, annars eru margar gloppur í myndinni. Prófessor Gandalfur var ekki alveg að skila mér fannst mér. Fín afþreying, gef henni ** og hálfa
Í dag er Eyrún að læra og við hin að leika og slappe af :) Gott veður úti!! Ekki frá því að ég hafi nælt mér í nýjar freknur, þær eru þá orðnar 5.669.994 hehehe
Leiter ;P
Jórunn
No comments:
Post a Comment