Wednesday, August 19, 2009

Komin á nýja heimilið :)

Flugið gekk vel, hitti Gísla og Kötlu sem voru á leiðinni til köben að hitta systur Gísla. Við þrjú vorum svo sein að koma okkur inn í vel að það þurfti að kalla á okkur í kallkerfið, heheh... Óvænt gleði að ég fann ipodinn minn í töskunni á leiðinni, en ég var einmitt búin að leita um allt heima :) Þetta lítur bara fantavel út hérna, sól og hiti úti!! Ég er komin með danskt númer og búin að tala dönsku jess. Birta Líf er lasin litla greyið en Eysteinn er frískur x2 svo það jafnast út ;) Eyrún er að elda hammara í kvöldmat og svo fer hún að hjálpa vinkonu sinni að flytja. Á morgun er síðan planið að hitta Nínu Guðríði og Jóhönnu í íbúðinni hjá Nínu og elda :D Kannski ströndin samt fyrst, veðurspáin segir 25 gráður og sól!
Hej hej
Jórunn

1 comment:

  1. hey girl! þú ert greinilega komin til köben! möguleiki kannski að önnur hvor okkar fari á eitthvað frekara flakk og gætum þá hist og dustað rykið af minningunum þegar við vorum í MR hérna í den...

    -Hrefna:)

    ReplyDelete