Mikill heiður að skrifa fyrstu orðin á þessu verðandi magnaða bloggi mínu! Ég mun hér með tileinka Svönu þetta blogg en hún á afmæli í dag! Veió!
Seinasti heili dagurinn á Íslandi var eftirminnilegur. Fór með bækur á skiptibókamarkað, allt í lagi með það. Síðan að láta þýða stúdentsskírteinið yfir á ensku í MR (hitti Iðunni sem var snilld) og svo að eyða inneignarnótu í spútnik. Á leiðinni sá ég forsetabílinn #1 = nais, bíl með rass út um gluggann - brjálað mún í gangi á hverfisgötunni, ég færði mig alveg innar á gangstéttina djísús! Síðan var einhver lýður búin að rífa upp tré úr almenningsgarði og dreifa þeim um allt á torg rétt hjá? Hvaða statement er það eiginlega. Löggan mætt og svæðið og allt í rugli. Ákvað að drífa mig í burtu þegar það kom ljósmyndari og tók myndir af mér, gömlum manni og stöðumælaverði en við vorum öll að hneykslast á þessum brjáluðu ungmennum.
Eins og er er ég að gera allt til þess að fresta því að pakka bloggandi í ruglinu... Sit hérna í herberginu mínu hálfhrærð yfir þessu öllu saman, "hvað er ég eiginlega að gera?!" er hugsun sem kemur upp í hugann öðru hverju. En svo aftur á móti koma líka stundir þar sem ég hreinlega get ekki beðið. Mest erfitt að þurfa kveðja alla, langar svolítið að láta mig bara hverfa án þess að kveðja kóng né prest hehe. Fólk er líka að gera mér erfitt fyrir með legendary kveðjustundum. Ásta og Íris fóru með mig í ógleymanlegan Lord of the Rings leik (þurfti að leita að hringnum eina á ýmsum stöðum), og gáfu mér skikkju og hringinn eina til þess að hafa með til DK! Verður gaman að hjóla um í sturlun :)
Kvöldmaturinn var á Saffran með mömmu, pabba, Bjarna & Bergrós. Gúrmei matur og horfðum síðan á stóra skemmtiferðaskipið sigla úr höfninni. Á leiðinni heim kom aint no sunshine when shes gone, ótrúlega tilviljun. Eins og í öðrun heimi!!! Dagný og Guðrún komu til mín í surprise heimsókn um kvöldið með myndir til að hafa í veskinu (á pottþétt aldrei eftir að skoða þær og aldrei eftir að sakna þeirra og snökta þegar ég skoða þær.....) Síðan fór ég í ágætisrúnt með "crewinu" Örnu, Ingó, Lilju og Trausta. Arna gaf mér afmælisgjöf sem ég ætla að opna í flugvélinni víí. Það er klárt mál að ég á eftir að sakna Íslands í ræmur!
Eðalveigar greifynjunnar Tatiönu
-
Champagne er eitt af því sem í huga flestra franskara en allt franskt, líkt
og tískan, bakettan camenbert og rauðvín. Það er því ekki hægt annað en að
reka...
8 years ago
like like like :D
ReplyDelete