Thursday, December 31, 2009

Í ruglinu...

Klukkan er tíu mínútur í sex að morgni og ég er í tölvunni. Svo mikið jólafrí! Ég þar að vakna eftir tvo tíma til að hjóla upp í Hellerúp með vegabréfið mitt og fá áritun hjá Víetnamíska sendiráðinu. Eða kannski svona þrjá zzZZZZzzzZZzz..... Ég hugsaði áðan "Ég sleppi því bara að sofa og fer snemma að sofa annað kvöld til að rétta svefnhringinn af. En nei, það er Gamlárs og ég er að fara vinna kl 07 morguninn eftir það! Líst alls ekki á blikuna piff púff paff. Er hálfpartinn farin að hallast að því að splæsa bara í lestina. Er líka smá kvefuð og lasin í þokkbók. Fínt að taka kvebbann út svona rétt fyrir brottför. En við sjáum til hvernig landið liggur eftir blunderinn. Ég er að hugsa um að skrifa síðan smá annál um 2009, e.t.v. á morgun :) Jæja farin að sofa.

Jóraji (nafnið sem ég mun koma til með að nota á Indlandi, klárt mál)

Tuesday, December 29, 2009

Vinna og weetabix + vínber

Góðan dag!
Ég er að fara á eina af þessum óheilbrigðu vöktum sem ég hef verið að taka, þ.e. ég átti að vinna frá 16-22 en tók að mér auka frá 12-16. Svo þetta verður 10-22, voða skemmtilegt. En þetta eru 10 tímar sem gera 1100 krónur (mínus skattur) og mér veitir sko ekki af! Er í leiðinni að "gæða" mér á 2 weetabixkubbum með 0,5% fitugri súrmjólk. Þetta er jafn vont og það hljómar en nokkur vínber gera þetta pínu skárra. Ég var komin í fínt form en svo fór ég til Íslands og auðvitað dregur mamma fram allt heilagt og óheilagt þegar dóttirin snýr heim eftir langa fjarveru. Þegar ég sneri aftur til Danmerkur tóku svo við tvær jólavikur. Má alveg borða á jólunum, alliraðessu haha!! Svona hugsar maður alltaf EN það eru ekki allir að fara í sundföt eftir mánuð, úps! Nú er að duga eða drepast, subway með kalkún og ranch. Eða bara salat ef ég týni skrúfu á leið í vinnuna.
Bless í bili :)
Jórunn.

Fyrir/Eftir

Netdagbókin mín var í smá makeoveri eins og sést. Aðalbreytingarnar eru samt nýji bannerinn, nýtt litaþema og nú er hægt að lesa brot úr öðrum vefdagbókum sem mér finnst gaman að fylgjast með. Svo er það slideshowið. Nú þegar líða fer að brottför ætla ég að reyna að hafa það þannig að það komi myndi af þeim stað sem ég verði sirka á það sinnið, þ.a. ef forvitnir vilja athuga hvar ég er er upplagt að kíkja hér inn. Svo kemur líka kortastaðsetning bráðum. Mér finnst strax betra að lesa dagbókina svona, hin var alltaf svolítið skerandi í augun.

Monday, December 28, 2009

16 dagar

Jólin komu í Danmörku og gáfu íslenskum jólum ekkert eftir. Huggulegheit, sjónvarpsgláp og tsjill. Á aðfangadag fórum við fjögur í jólapakkaleik heima hjá Söndru og Orra, vinafólki Eyrúnar sem búa ca 4 km frá okkur. Þar var borðuð humarsúpa grjónagrautur fyrir kotkerlingar og börn (eins og mig). Svo spiluðum við jólapakkaleik. Hann gengur þannig fyrir sig að hver og einn kemur með 2-3 pakka og þeir eru síðan látnir í miðju borðsins. Þá byrjar einhver að kasta teningi of fái sá og hinn sami sex má hann velja sér pakka úr hrúgunni. Svo gengur teningurinn hringinn þar til allir pakkar eru komnir til eiganda. Þá er timer settur í gang á 7 mínútur og teningurinn látinn ganga á ný. Fái viðkomandi sex, má hann þá hnupla pakka að eigin vali frá einhverjum öðrum! Harla skemmtilegt skal ég ykkur segja. Mitt framlag í leikinn var Bridget Jones á dvd og klarinettutónleikamynd. Bridget endaði auðvitað hjá 11 ára strák haha. Hann náði að skipta við mömmu sína og fá klarinettumyndina í staðinn. Það sem ég fékk má finna á pakkalistanum hérna neðar....

Hangikjötið rann ljúflega niður á aðfangadagskvöld heilagi andinn kom yfir. Rás 2 á netinu hjálpaði mjög til :) Æðilsegt að fá að eyða jólunum með Eyrúnu og yndislegu börnunum hennar tveimur. Eystienn er fullur af lífi og æsku og mér líður oftar en ekki eins og fýlugrýlu með honum, hvernig er hægt að vera svona lífsglaður ALLAN DAGINN!!! Svo er það Birta Líf sem er svo góð og blíð, gull í gegn. Algjör blómarós :) Ég er alltaf að segja Eyrúnu að ég ætli sko ekki að eignast börn aldrei eftir au pair starfið en ég er kannski smá að plata hana ;) En hérna koma svo gjafirnar sem ég er svo þakklát fyrir :)

Náttbuxur og myndavél frá mömmu og pabba. Klassískt! Ekkert betra en nýjar náttbuxur og myndavél á jólunum. Nei okei ég fæ kannski ekki alltaf myndavél hoho. Hún er keypt í tilefni ferðarinnar.

Innanklæðaveski og þurrpoki frá Eyrúnu systur. Einnig til ferðarinnar.

Kósísokkar frá Birtu Líf. Awwwww :)

? frá Bjarna Rúnari. Pakkinn finnst vonandi á morgun. Drengurinn gleymdi að skrifa nafnið á pakkann! Og svo þykist hann vinna hjá póstinum :)

Ilmvatn og gloss frá ömmu og afa a lá París :)

Ipod shuffle frá subway :D

Lundabolur frá Svönu. Snilld :)

Snyrtisett frá Völu, Bergþóri og co a la París, mjög flott :)

Jólanærbuxur, happaþrennu og snjókallasúkkulaði frá Kertasníki :* Ásta vinkona Eyrúnar fékk svona C-nærbuxur frá honum, skil ekki af hverju ég fékk ekki líka þannig....

Englastyttu frá Eysteini Erni fyrir að passa mig rooooosa miiiiiiiiikið og leeeeeeengi heehehe

Svepp og hælaskóajólatrjáskraut í pakkaleiknum hjá Söndru og Orra.

Ég fékk tvö jólakort í ár. Eitt frá Dagnýju og eitt frá Huldu. Ótrúlega falleg kort bæði tvö, skrifuð frá hjartanu :** Takk takk takk.

Það styttist óðum í ferðina en mér finnst eins og klukkan sé í sýrópsbaði, hver dagur líður á við þrjá tíminn vill bara ekki líða! Er vanalega ekki svona telja niður manneskja í þetta sinnið er ég að fara á límingunum af tilhlökkun. Svona eins og þegar maður var lítill að telja niður dagana fram að jólum eða fara í fyrstu sólarlandaferðina. Það er einmitt málið, sjaldan sem maður gerir eitthvað svona 'fyrsta'. Eitthvað alveg nýtt. Þá veit maður ekki alveg hvað mun gerast! Vúúúuhóóó! Ekki það að ég gæti eitthvað farið á morgun á eftir að ganga frá hellingi áður en ég fer :) Svona lítur ToDo listinn minn út núna:

*Visa Áritanir
-Víetnam

*Ganga frá dóti í Birtu herbergi
*Ná í pakka frá Bjarna
*Skipta peningabelti (Pabbi var búinn að lána mér eitt, svo fékk ég annað frá Eyrúnu sös í jólagjöf. Fékk líka Svona þurrpoka frá henni til að geyma cameruna, veskið og allar græjurnar í þegar ég fer á ströndina í tælandi ;) Peningabeltið sem Eyrún gaf mér var flottara, en ég var að skoða peningamálin mín í dag og ég er allavega ekki sultán í augnablikinu. Kannski Maharasja :)
*Borga serum
*Silkisvefnpoki (Til að sofa í og forðast gruggugar pöddur...)
*Sumarvinna? (Í fiski í Eyjum kannski? Nú er ég brunnin út á Landsneti, orðin of gömul)
*Svínaflensusprauta?
*Inflúensusprauta?
*Malaríutöflur?

Nú er ég farin að sofa, ef ég vakna í tíma ætla ég upp í Hellerúp að tsjekka á þessum Víetnam sendiráði!

Hádí....
Jórunn

Saturday, December 19, 2009

Comeback to Copenhagen

Ég skrapp til Íslands í tvær vikur. Fyrst og fremst til að vera með fjölskyldunni, kveðja unga hetju og passa Eystein Erni, en ég var svo heppin að ná að hitta nokkuð marga og leika smá. Fékk líka að kynnast nýja fjölskyldumeðlimnum, Mikka Margrétarsyni, algjör gæðaseppi! Takk fyrir mig og samveruna.
Eftir góða og endurnærandi Íslandsdvöl bauð Kaupmannahöfn okkur þrjú, mig ásamt Birtu Líf og Eysteini Erni, velkomin með köldum kossi. Göturnar snævðar og ískuldi úti! Danirnir kunna ekkert á frost en það sýndi sig í kunnáttuleysi með ranann á flugvellinum, voðalegt vesen og allir sveittir inni í flugvél að bíða. Danir láta kuldann ekki stoppa hjólatúrinn af heldur þjösnast áfram í slappinu. Svo má sjá saltmenn ganga um með saltdreifvélar, knúnar af handafli ÖKÓLÓGÍK! En frostið er nú ekki beinlínis í stíl við loftlagsráðstefnuna sem er í gangi hérna núna en hún fjallar um hlýnun jarðar. Hellings mikið að þjóðarleiðtogum hérna, enda svorma þyrlurnar endalaust yfir. Og lögreglubílarnir þeysa um göturnar, sumir svona stórir sérsveitarbílar. Gaman að fá smá nasasjón af því hvernig það hefur verið að búa í evrópskri borg í heimsstyrjöld. Eða ég hugsa að flugvélalætin hafi verið partur af því.
Lenti kl 11 á fimmtudag, og var síðan dregin út á julefrokost með Eyrúnu systur en pæjan var að klára master í arkitektúr HÚHA! Mjög nett partý, skreytingar á hverri deild með þemu. Uppáhalds þemað mitt var austur evrópska þemað. Þar var spiluð svona Borat tónlist og veggirnir skreyttir með hænum. HEHE! og allir að dansa svona bjána austurevrópska dansa. Svo voru líka þemu eins og Maríó Bros (Eyrúnar deild) en það sem stóð uppi þar var slush vodka blandan fyrir 10 krónur mér varð mikið hugsað til Dagnýjar og gúrmei tvítugsafmælisins hennar :) Svo var líka súperhetjuþema, sjóaraþema og margt fleira skemmtilegt. Við vorum nú ekki lengi þar báðar frekar tuskulegar og þreyttar eftir allan dugnaðinn - ekki frá því að ég hafi samt verið þreyttari en Eyrún þótt ótrúlegt sé ég er alltaf sami letikötturinn.
Eftir tólf tíma svefn náði ég að ganga frá nokkrum hlutum í rólegheitunum áður en ég mætti til vinnu á næturvakt. Næturvinnulífið er skrautlegt og alltaf eitthvað nýtt sem gerist. Í nótt var fokkað á mig, mér boðið á strippklúbb og boðið til Afríku af blökkumanni ("Com to africa girl! Com to my country soon, wer it's hot!"). Alveg óborganlegur þessi skrýll, meira bullið hehe. Mér fannst þetta virkilega fyndið og ég komst í svo gott skap að ég ákvað bara að fá mér franska pulsu í fyrsta sinn sem ég kom hingað til Danmerkur, algjör skandall að vera ekki búin að fara í einn einasta af þessum þrjúþúsund pulsubásum! Ég varð nú samt fyrir vonbrigðum, pantaði almindleg fransk hotdog og fylgdist kannski ekki alveg vel með pulsumanninum því það var bara majónes :( Svo varð mér bara illt í maganum eftir á. Algjört bail. Svo hjólaði eða þjösnaðist ég heim, vildi óska að ég ætti mynd af mér ekki sérlega fögur sjón myndi ég halda hehehe. Hugsaði bara ASÍA HITI DJAMM alla leiðina heim, bjargaði mér alveg.
Framundan er jólaundirbúningurinn, vinna, áframhaldandi Asíufararundirbúningur (26 dagar samkvæmt niðurtalningu á facebookinu hennar dagnýjar :) og vonandi smá tsjill og þáttasukk. Skápurinn allavega fullur af íslensku nammi úr fríhöfninni. Ég hitti einmitt Perlu og Siggu Ragnars í flughöfninnil. Þær voru að slaka í ísköldum bjór á leiðinni til Zölden. Perla heimsborgari nýkomin frá Nepal, þvílíkt vel af sér vikið! Ég hlakka til að heyra af ævintýrum þeirra þar á bæ. Þær verða víst ekki með blogg en ég suðaði í Perlu um að halda sínu gangandi sjáum til með það :)

Bless í bili ef þú ert að lesa þykir mér ósjálfrátt mjög vænt um þig og sendi þér þráðlaust knús :)
Jórunn