Ég skrapp til Íslands í tvær vikur. Fyrst og fremst til að vera með fjölskyldunni, kveðja unga hetju og passa Eystein Erni, en ég var svo heppin að ná að hitta nokkuð marga og leika smá. Fékk líka að kynnast nýja fjölskyldumeðlimnum, Mikka Margrétarsyni, algjör gæðaseppi! Takk fyrir mig og samveruna.
Eftir góða og endurnærandi Íslandsdvöl bauð Kaupmannahöfn okkur þrjú, mig ásamt Birtu Líf og Eysteini Erni, velkomin með köldum kossi. Göturnar snævðar og ískuldi úti! Danirnir kunna ekkert á frost en það sýndi sig í kunnáttuleysi með ranann á flugvellinum, voðalegt vesen og allir sveittir inni í flugvél að bíða. Danir láta kuldann ekki stoppa hjólatúrinn af heldur þjösnast áfram í slappinu. Svo má sjá saltmenn ganga um með saltdreifvélar, knúnar af handafli ÖKÓLÓGÍK! En frostið er nú ekki beinlínis í stíl við loftlagsráðstefnuna sem er í gangi hérna núna en hún fjallar um hlýnun jarðar. Hellings mikið að þjóðarleiðtogum hérna, enda svorma þyrlurnar endalaust yfir. Og lögreglubílarnir þeysa um göturnar, sumir svona stórir sérsveitarbílar. Gaman að fá smá nasasjón af því hvernig það hefur verið að búa í evrópskri borg í heimsstyrjöld. Eða ég hugsa að flugvélalætin hafi verið partur af því.
Lenti kl 11 á fimmtudag, og var síðan dregin út á julefrokost með Eyrúnu systur en pæjan var að klára master í arkitektúr HÚHA! Mjög nett partý, skreytingar á hverri deild með þemu. Uppáhalds þemað mitt var austur evrópska þemað. Þar var spiluð svona Borat tónlist og veggirnir skreyttir með hænum. HEHE! og allir að dansa svona bjána austurevrópska dansa. Svo voru líka þemu eins og Maríó Bros (Eyrúnar deild) en það sem stóð uppi þar var slush vodka blandan fyrir 10 krónur mér varð mikið hugsað til Dagnýjar og gúrmei tvítugsafmælisins hennar :) Svo var líka súperhetjuþema, sjóaraþema og margt fleira skemmtilegt. Við vorum nú ekki lengi þar báðar frekar tuskulegar og þreyttar eftir allan dugnaðinn - ekki frá því að ég hafi samt verið þreyttari en Eyrún þótt ótrúlegt sé ég er alltaf sami letikötturinn.
Eftir tólf tíma svefn náði ég að ganga frá nokkrum hlutum í rólegheitunum áður en ég mætti til vinnu á næturvakt. Næturvinnulífið er skrautlegt og alltaf eitthvað nýtt sem gerist. Í nótt var fokkað á mig, mér boðið á strippklúbb og boðið til Afríku af blökkumanni ("Com to africa girl! Com to my country soon, wer it's hot!"). Alveg óborganlegur þessi skrýll, meira bullið hehe. Mér fannst þetta virkilega fyndið og ég komst í svo gott skap að ég ákvað bara að fá mér franska pulsu í fyrsta sinn sem ég kom hingað til Danmerkur, algjör skandall að vera ekki búin að fara í einn einasta af þessum þrjúþúsund pulsubásum! Ég varð nú samt fyrir vonbrigðum, pantaði almindleg fransk hotdog og fylgdist kannski ekki alveg vel með pulsumanninum því það var bara majónes :( Svo varð mér bara illt í maganum eftir á. Algjört bail. Svo hjólaði eða þjösnaðist ég heim, vildi óska að ég ætti mynd af mér ekki sérlega fögur sjón myndi ég halda hehehe. Hugsaði bara ASÍA HITI DJAMM alla leiðina heim, bjargaði mér alveg.
Framundan er jólaundirbúningurinn, vinna, áframhaldandi Asíufararundirbúningur (26 dagar samkvæmt niðurtalningu á facebookinu hennar dagnýjar :) og vonandi smá tsjill og þáttasukk. Skápurinn allavega fullur af íslensku nammi úr fríhöfninni. Ég hitti einmitt Perlu og Siggu Ragnars í flughöfninnil. Þær voru að slaka í ísköldum bjór á leiðinni til Zölden. Perla heimsborgari nýkomin frá Nepal, þvílíkt vel af sér vikið! Ég hlakka til að heyra af ævintýrum þeirra þar á bæ. Þær verða víst ekki með blogg en ég suðaði í Perlu um að halda sínu gangandi sjáum til með það :)
Bless í bili ef þú ert að lesa þykir mér ósjálfrátt mjög vænt um þig og sendi þér þráðlaust knús :)
Jórunn