Tuesday, December 29, 2009

Fyrir/Eftir

Netdagbókin mín var í smá makeoveri eins og sést. Aðalbreytingarnar eru samt nýji bannerinn, nýtt litaþema og nú er hægt að lesa brot úr öðrum vefdagbókum sem mér finnst gaman að fylgjast með. Svo er það slideshowið. Nú þegar líða fer að brottför ætla ég að reyna að hafa það þannig að það komi myndi af þeim stað sem ég verði sirka á það sinnið, þ.a. ef forvitnir vilja athuga hvar ég er er upplagt að kíkja hér inn. Svo kemur líka kortastaðsetning bráðum. Mér finnst strax betra að lesa dagbókina svona, hin var alltaf svolítið skerandi í augun.

No comments:

Post a Comment