Monday, December 28, 2009

16 dagar

Jólin komu í Danmörku og gáfu íslenskum jólum ekkert eftir. Huggulegheit, sjónvarpsgláp og tsjill. Á aðfangadag fórum við fjögur í jólapakkaleik heima hjá Söndru og Orra, vinafólki Eyrúnar sem búa ca 4 km frá okkur. Þar var borðuð humarsúpa grjónagrautur fyrir kotkerlingar og börn (eins og mig). Svo spiluðum við jólapakkaleik. Hann gengur þannig fyrir sig að hver og einn kemur með 2-3 pakka og þeir eru síðan látnir í miðju borðsins. Þá byrjar einhver að kasta teningi of fái sá og hinn sami sex má hann velja sér pakka úr hrúgunni. Svo gengur teningurinn hringinn þar til allir pakkar eru komnir til eiganda. Þá er timer settur í gang á 7 mínútur og teningurinn látinn ganga á ný. Fái viðkomandi sex, má hann þá hnupla pakka að eigin vali frá einhverjum öðrum! Harla skemmtilegt skal ég ykkur segja. Mitt framlag í leikinn var Bridget Jones á dvd og klarinettutónleikamynd. Bridget endaði auðvitað hjá 11 ára strák haha. Hann náði að skipta við mömmu sína og fá klarinettumyndina í staðinn. Það sem ég fékk má finna á pakkalistanum hérna neðar....

Hangikjötið rann ljúflega niður á aðfangadagskvöld heilagi andinn kom yfir. Rás 2 á netinu hjálpaði mjög til :) Æðilsegt að fá að eyða jólunum með Eyrúnu og yndislegu börnunum hennar tveimur. Eystienn er fullur af lífi og æsku og mér líður oftar en ekki eins og fýlugrýlu með honum, hvernig er hægt að vera svona lífsglaður ALLAN DAGINN!!! Svo er það Birta Líf sem er svo góð og blíð, gull í gegn. Algjör blómarós :) Ég er alltaf að segja Eyrúnu að ég ætli sko ekki að eignast börn aldrei eftir au pair starfið en ég er kannski smá að plata hana ;) En hérna koma svo gjafirnar sem ég er svo þakklát fyrir :)

Náttbuxur og myndavél frá mömmu og pabba. Klassískt! Ekkert betra en nýjar náttbuxur og myndavél á jólunum. Nei okei ég fæ kannski ekki alltaf myndavél hoho. Hún er keypt í tilefni ferðarinnar.

Innanklæðaveski og þurrpoki frá Eyrúnu systur. Einnig til ferðarinnar.

Kósísokkar frá Birtu Líf. Awwwww :)

? frá Bjarna Rúnari. Pakkinn finnst vonandi á morgun. Drengurinn gleymdi að skrifa nafnið á pakkann! Og svo þykist hann vinna hjá póstinum :)

Ilmvatn og gloss frá ömmu og afa a lá París :)

Ipod shuffle frá subway :D

Lundabolur frá Svönu. Snilld :)

Snyrtisett frá Völu, Bergþóri og co a la París, mjög flott :)

Jólanærbuxur, happaþrennu og snjókallasúkkulaði frá Kertasníki :* Ásta vinkona Eyrúnar fékk svona C-nærbuxur frá honum, skil ekki af hverju ég fékk ekki líka þannig....

Englastyttu frá Eysteini Erni fyrir að passa mig rooooosa miiiiiiiiikið og leeeeeeengi heehehe

Svepp og hælaskóajólatrjáskraut í pakkaleiknum hjá Söndru og Orra.

Ég fékk tvö jólakort í ár. Eitt frá Dagnýju og eitt frá Huldu. Ótrúlega falleg kort bæði tvö, skrifuð frá hjartanu :** Takk takk takk.

Það styttist óðum í ferðina en mér finnst eins og klukkan sé í sýrópsbaði, hver dagur líður á við þrjá tíminn vill bara ekki líða! Er vanalega ekki svona telja niður manneskja í þetta sinnið er ég að fara á límingunum af tilhlökkun. Svona eins og þegar maður var lítill að telja niður dagana fram að jólum eða fara í fyrstu sólarlandaferðina. Það er einmitt málið, sjaldan sem maður gerir eitthvað svona 'fyrsta'. Eitthvað alveg nýtt. Þá veit maður ekki alveg hvað mun gerast! Vúúúuhóóó! Ekki það að ég gæti eitthvað farið á morgun á eftir að ganga frá hellingi áður en ég fer :) Svona lítur ToDo listinn minn út núna:

*Visa Áritanir
-Víetnam

*Ganga frá dóti í Birtu herbergi
*Ná í pakka frá Bjarna
*Skipta peningabelti (Pabbi var búinn að lána mér eitt, svo fékk ég annað frá Eyrúnu sös í jólagjöf. Fékk líka Svona þurrpoka frá henni til að geyma cameruna, veskið og allar græjurnar í þegar ég fer á ströndina í tælandi ;) Peningabeltið sem Eyrún gaf mér var flottara, en ég var að skoða peningamálin mín í dag og ég er allavega ekki sultán í augnablikinu. Kannski Maharasja :)
*Borga serum
*Silkisvefnpoki (Til að sofa í og forðast gruggugar pöddur...)
*Sumarvinna? (Í fiski í Eyjum kannski? Nú er ég brunnin út á Landsneti, orðin of gömul)
*Svínaflensusprauta?
*Inflúensusprauta?
*Malaríutöflur?

Nú er ég farin að sofa, ef ég vakna í tíma ætla ég upp í Hellerúp að tsjekka á þessum Víetnam sendiráði!

Hádí....
Jórunn

No comments:

Post a Comment