Tuesday, December 29, 2009

Vinna og weetabix + vínber

Góðan dag!
Ég er að fara á eina af þessum óheilbrigðu vöktum sem ég hef verið að taka, þ.e. ég átti að vinna frá 16-22 en tók að mér auka frá 12-16. Svo þetta verður 10-22, voða skemmtilegt. En þetta eru 10 tímar sem gera 1100 krónur (mínus skattur) og mér veitir sko ekki af! Er í leiðinni að "gæða" mér á 2 weetabixkubbum með 0,5% fitugri súrmjólk. Þetta er jafn vont og það hljómar en nokkur vínber gera þetta pínu skárra. Ég var komin í fínt form en svo fór ég til Íslands og auðvitað dregur mamma fram allt heilagt og óheilagt þegar dóttirin snýr heim eftir langa fjarveru. Þegar ég sneri aftur til Danmerkur tóku svo við tvær jólavikur. Má alveg borða á jólunum, alliraðessu haha!! Svona hugsar maður alltaf EN það eru ekki allir að fara í sundföt eftir mánuð, úps! Nú er að duga eða drepast, subway með kalkún og ranch. Eða bara salat ef ég týni skrúfu á leið í vinnuna.
Bless í bili :)
Jórunn.

3 comments:

  1. Vá duglega Jórunn mín! Búin að Bookmark-a síðuna mun vera óþolandi Kommentari :D. Er að fara í smá kaffiboð til Mömmu þinnar og pabba í kvöld, og ég er búin að hitta litla sæta hundinn, hann er frábær haha!
    Hafðu það gott
    -Þórunn Día

    ReplyDelete
  2. ótrúlega ánægð með þennan nýja búning!
    ég er að fitna með deginum hérna heima... það verður bara ræktin í amk 3 tíma á dag 2.-12. janúar... ouch

    ReplyDelete
  3. Gaman að heyra að þú hafir farið í kaffiboð heim í Stapasel :) Dagný ég er ekki einu sinni með ræktarkort þ.a. eina sem er í boði er út að hlaupa í kuldann! brrrr.....

    ReplyDelete