
bókin sem ég keypti mér
Sælinú
Á laugardaginn fór ég á smá tjútt með karenu sem verður líka au pair hérna fram að jólum :D Mjöög gaman, karen var reyndar nýkomin úr flugi frá Íslandi og fluginu seinkaði svo við fórum ekkert í bæinn fyrr en um 3.00 sem er nett seint hér í dk. Svo þetta endaði eiginlega sem svona rannsóknarferð, fundum út hvaða staðir væru hvar o.s.frv. Fundum Blazin sem við héldum að héti Plazin en það er Íslendingastaður. Frekar lítill, álíka stór og neðri hæðin á Prikinu heima... Í gærkvöldi fór litla fjölskyldan út að borða, á jensens böfhouse virkilega ljúft! Allt í lagi með það en á leiðinni er mér boðin vinna! Í annað skipti sem þetta gerist síðan ég kom hingað, ég veit eiginlega ekki hvaðan á mig stendur veðrið svei mér þá. Þetta var s.s. ensk kona sem vildi að ég passaði hálfíslenska soninn hennar frá 9-16. Hún ætlaði að hringja í mig, sjáum hvernig það fer... Ef ég tek því verð ég amk komin með master í barnapössun, næ auðvitað alltaf í Eystein um fjögurleytið.
Annars fór ég í uppáhalds búðina mína, urban outfitters í gær. Fann 2 boli og bók sem heitir 'The Big Trip'. En hún fjallar einmitt um hvað maður ætti að gera í svona 'gap years' eins og ég er að gera.
En nú ætla ég að signa mig útaf facebook/blogginu og inná ugluna...
Bæ í bili
Jórunn
mig langar í þessa bók! e-ð varið í hana? er þetta bara almennt um ferðalög?
ReplyDeletep.s. ertu ekki að tala um café blazen? (ca. á miðju strikinu á hliðargötu) = snilldarstaður! fundum hann síðasta sumar því það var verið að blasta rottweiler!
ReplyDeleteHæ
ReplyDeleteHvenær kemuru aftur heim?
Ætlaru í skóla þarna úti á næsta ári eða á Íslandi?
Veit ekki hvenær ég kem aftur...if i ever will return at all....neinei djóker ég kem aftur annað hvort í vor eða smá heimsókn um jólin. Líst ágætlega á Köben spurning hvort maður dembi sér í skóla hérna úti eða svali heimþránni og komi heim. Dagný ég er að tala um Blazen jess á eftir að kanna hann frekar :P
ReplyDeleteDjöfull er bloggið þitt öflugt maggi!!!