Ah, ég nenni varla að hripa eitthvað niður hérna aðeins of gott veður til þess jahá! Eiginlega 25 stig og sól úti!!! Planið var að fara á svarta demantinn (þjóðarbókhlaðan í köben) og læra en ef ég tek ekki bail á það veit ég ekki hvaðan ég kem! En smá uppdeit fyrir ykkur kuldaskræfurnar heima múhahah:
*Á morgun verð ég búin að vera í 2 vikur, hef aldrei verið lengur að heiman en það!!
*Fór í tívolí í boði Sverris Steins á föstudaginn og sá Nik & Jay á sviði. Þeir komu í hreinskilni sagt mjög á óvart, ágætis hjá þeim :)
*Hitti Heiðrós Tinnu í strætó á leiðinni í tívolí, stjarnfræðileg tilviljun halló? Það hentaði vel því Birta Líf var að fara hitta vinkonur sínar og ég mátti leika með Heiðrós, bróður hennar kærustu og vinum hans.
*Fór á strikið á lau með Heiðrós að leita uppi þynnildisfæðu fyrir hana og co, þau fóru á djemm :) Bróðir hennar sýndi okkur hamborgaraSTAÐINN, virkilega góðir ekkert mcdonalds!
*Heiðrós hafði séð það í hyllingum að versla en tíminn flaug frá okkur og kl orðin 17 og allt lokað þegar við vorum búin að borða. En það var ein búð opin og við kíktum í hana, heiðrós keypti rosa flott :) Og viti menn mér var bara boðin vinna á kassanum! En það er ekki alveg víst, verður víst hringt í mig í dag kemur bara í ljós ;) ég krossa allavega fingur og hendi salti yfir öxlina og allt það... Svana ef þú ert að lesa þá var ég með happaeyrnalokkana sem þú gafst mér einu sinni í vinagjöf þegar allt þetta gerðist! þarna gullsmárarnir.....
*Fór og skoðaði danskann háskóla, húmanísku deildina (tungumál, lögfræði, sagnfræði...) Leist vel á, pínu MH stemming þarna. Ég þóttist voða intellektúal vappandi um með bók sem ég keypti í bóksölunni. Það féll um sjálft sig þegar ég var spurð af hverju ég væri í röð sem ég stóð í. Ég hafði sjálf ákveðið að fara í þessa röð af því ég var þvílíkt forvitin að vita af hverju fólk stæði í röð til að komast inn í herbergi. Ég vissi ekkert hvað ég átti að segja babblaði bara eitthvað: Ehhh.....ja...jeg håber de har bøger som I need.....(enskan kemur alltaf inn í svona aðstæðum). Stelpurnar horfðu bara á mig steinhissa og pínu skelkaðar held ég, pottþétt haldið að ég væri þessi týpíski hippaháskólastóner. Ég var meira segja með hippaband. Æ ég verð ekki eldri.....En maðurinn fyrir framan mig í röðinni kom mér til bjargar. Ég smeygði mér úr röðinni og lét mig hverfa stuttu síðar.
*Nú þarf ég bráðlega að fara ákveða hvar ég verð og geri eftir áramót....Hugmyndir eru vel þegnar í komment, það þarf ekki að vera notandi til að kommenta sjáiði til :D
Bless í bili,
Jórunn Pála
Eðalveigar greifynjunnar Tatiönu
-
Champagne er eitt af því sem í huga flestra franskara en allt franskt, líkt
og tískan, bakettan camenbert og rauðvín. Það er því ekki hægt annað en að
reka...
8 years ago
No comments:
Post a Comment