Hefði í raun sætt mig við næstum hvaða skítadjobb sem er en landaði vinnu á nýjum Subway stað sem er að opna rétt hjá Strikinu. Maður myndi kannski ekki halda að maður þyrfti eitthvað að 'landa' einhverri vinnu á Subway heima en það á pottþétt við hérna. Við vorum á leiðinni á Jensens Böfhouse þarseinustu helgi og löbbum þar framhjá risa subway skilti þar sem tilkynnt er um opnun nýs staðs. Varð klikkað ánægð með að fá subway hingað, vantaði alveg! Á skiltinu stóð líka að þeim vantaði starfsmenn og email gefið upp. Ég sendi inn CV-ið mitt og fékk símhringingu í vikunni þar sem mér var boðið í starfsviðtal. Á föstudaginn mætti ég síðan í atvinnuviðtal, hélt ég hefði alveg klúðrað því og var alveg búin að afskrifa vinnuna. Morguninn sem viðtalið var gekk síðan einhvern veginn allt á afturfótunum. Var örlítið utan við mig eftir að hafa lent í vægst sagt skrýtnum aðstæðum daginn áður sem innihéldu kínamat, starftilboð og Ítala sem leit út eins og Joey í Friends en hljómaði eins og Don Vito. En það er önnur saga sem bíður betri tímal. Mistök númer 1 að elda hafragraut, var einhverju dúllerí og endaði á því að leggja ekki af stað á hjólinu fyrr en 10 mínútur í 9. Hjólaði eins og brjálæðingur í bæinn og beygði síðan auðvitað inn ranga hliðargötu (mun aldrei bölva hringturninum jafn illa og ég geri þarna) og mætti þ.a.l. svona 5 mínútum of seint. Kófsveitt og 2falt stressuð bæði að fara í starfsviðtal og að mæta of seint. Þetta var keppnis, þurfti að nefna 3 kosti og 1 galla um sjálfa mig síðan voru tvær stelpur með möppur að skrifa eitthvað niður. Náði að útskýra seinkomu mína í gallanum, að ég ætti það til að "overestemeita myself" hehe. En er dauðslifandi fegin yfir því að vera komin með vinnu. Frekar leiðinlegt og niðurdrepandi að sitja við tölvu og skrolla í gegnum jobzone.dk og skrifa inn CVið í tuttugusta skiptið. Ugg! Get þá eytt þeim kvóta í fjarnámið. Ætti líka að friða áhyggjurnar í mömmu og pabba heima á Íslandi sem höfðu ekkert sérlega mikla trú á að ég myndi ná að finna vinnu hérna...

Annars er ég lélegri í að tala dönsku en ég hélt. Jafnvel arfaslök. Hringdi í pizzeriuna hér á kollegíinu í gærkvöldi til að panta franskar en það gekk ekki betur en svo að þegar Birta Líf kom niður að sækja þær spurði maðurinn af hverju mamma hennar hefði verið svona skrýtin í símann. Thumbs up fyrir pommes frÍtes hehehe.
-Jórunn Pála óatvinnuleysingi í Danmörku.
vel gert :)
ReplyDeleteheld þetta verði e-ð skrautlegt að fara að vinna á subway...
gaman að lesa þetta blogg, sérstaklega um bleiurnar
kv. svana ;)
Há Svanster! (taktu eftir indjánakveðju)
ReplyDeleteVelkomin í skrifheim minn.
Kveðja,
Sú sem guðirnir elska.