Fallsætið: Sniglar í kuðungahúsi
Skríða á gangstígum eftir rigningar, sumir kremjast og það er svo ógeðslegt jökk!

5. Danskir svanir
Árásagjarnir og ágengir. Mæli ekki með að gefa þeim brauð þeir koma alveg upp að manni og bíta, fast! Veit ekki hvor var hræddari ég eða Eystein þegar við flúðum eins og fætur gátu togað undan svanahópi!

4. Hegri
Sat í makindum í tréi hjá Amager skurðinum.

3. Pónýhestar
Tvær stelpur með pónýhesta, einnig hjá Amager skurðinum. Einn dró vagn heins og á myndinni hér fyrir neðan. Komu líklega frá Christianíu.

2. Rotta
Sat á öxlinni á húsbónda sínum, "rat manden" sem var á leið inn í 7-11.
1. Ský af reiðum geitungum ásamt geitungamanni í búning.
Sem ég hjólaði í gegnum, maðurinn var að fjarlægja búið þeirra og ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég var í miðju skýinu. Fékk óumbeðna geitungafylgd í dágóðan spöl. Og þetta var alvöru geitungaský. Ekki eins og mýfluguskýið ógurlega sem réðst að mér, Bjarna og Magga Ben þegar við vorum lítil. Man eftir að hafa beðið mömmu um að koma heim úr vinnunni við vorum svo hrædd, búin að loka öllum gluggum og hefja gagnárás með rándýru raksápunni hans pabba sem hann varð síðan ekki par ánægður með.

Hahaha þetta blogg er snilld hjá þér :D Ég mun halda áfram að fylgjast með þér ef bloggfærslunar eru svona skemmtilegar (úúú svaka pressa). Gott að það er gaman þarna úti hjá þér :)
ReplyDeleteKv. Birta Aradóttir
P.S. Ég skellti einu forsetaatkvæði á þig, til langs tíma litið. Finnst annars að þú ættir að skella þér í flugfreyjuna við fyrsta tækifæri, hef heyrt það líti vel út á ferilskránni þegar kemur að pólitískum frama ;)
Takk fyrir að lesa Birta :D
ReplyDeleteOg set viskukornið þitt í viskupyngjuna mína, hlýtur að vera eitthvað til í því, komandi frá verðandi stjórnmálafræðingi! ;)