Saturday, October 31, 2009

Bergrós og Bjarni på besøg

Seinustu dagar hafa einkennst af gleði og gaman, ysi og þysi, og því miður smá ógleði og höfuðverk. Bergrós og Bjarni litlu systkini mín voru í heimsókn, Birta átti afmæli og mikið um að vera. Æðislegt að sjá þau :)
Ég og Bergrós fórum í Vores frelsers kirke og skoðuðum turninn - ekki hringturninn þó. Þessi er ekki eins þekktur, en klárlega leynd perla í Kaupmannahöfn. Rosalegt útsýni!!! Ég fór gallvösk upp allar tröppurnar en þegar út kom kárnaði gamanið. Það var svo rosalega hátt niður og grindverkið virtist ekki vera það traustasta. Ég hef alveg komið í Eiffel turninn og það var ekkert mál þar eru líka öryggisnet og almennileg grindverk. Þessi var bara skelfilegur. Bergrós var hinsvegar alveg cool á því og hló bara að systur sinni. Enn verra þegar ég spurði manninn í afgreiðslunni hvað turninn væri gamall og hann er s.s. frá 1750 rosa öruggur já...










Bjarni kom síðan á fimmtudeginum. Eysteinn var svo spenntur að hitta Bjarna að hann vildi fara undir eins að ná í hann eftir leikskóla og við biðum s.s. í 2 klst á flugvellinum eftir Bjarna. Svo þegar Bjarni loksins kom var lilli Eysteinn ekki lengi að hoppa í fangið á frænda. Síðan leit hann á mig og sagði bara "faððu". Jahá! haha. Á föstudeginum undirbjuggum við afmælið hennar Birtu Lífar en hún varð 13 ára 20.október. Þemað var Halloween - búningar og allt! Fullt af mönchi og svo horfðu stelpurnar á Beetle Juice. Á meðan fóru stóru krakkarnir niður á Kollegíbarinn (eða svo héldum við) í billiard, fótboltaspil og smá bjór. Karen kom líka þ.a. við vorum ágætis þríeyki. Þríeykið hélt síðan í bæinn. Fórum reyndar aftur í daginn kvöldið eftir og ef eitthvað var legendary þá var það það kvöld! Hahaha Bjarni er svo fyndinn... Hann pissaði óvart á kirkju!! Hittum mannlegan Will Smith (lifandi hetja, fékk orðu frá drottningunni fyrir að bjarga mannslífum + hann var svartur + á leiðinni í sjúkraliðaskóla + hann samþykkti að vera fyrsti svarti maðurinn á facebookinu mínu og Bjarna), danska fabíóa og Davíð sem var nýfluttur til Köben. Svo kíktum við í pínu seishu. Snilld.







Sneikaði þessum tveimur seinustu frá Karen :)


Sunnudagurinn fór í pönnukökur og bless bless á Bergrós. Ég varð síðan veik og missti þar með af Muse tónleikunum á mánudaginn :( Vægast sagt leiðinlegt! En Bjarni fór og svo ég vitni nú í hann þá sagði hann að þetta hafi verið "það besta sem ég hef upplifað á ævi minni" Ha! ekki slæmt. Ég hef nú séð Justin T. í Parken svo ég veit smá hvað hann meinar :) Við Bjarni fórum svo í Carlsberg verksmiðjuna á miðvikudaginn þegar mér var farið að líða betur. Hittum einnig duglegu systur í hádeginu sem tók sér dýrmætt og vel þegið hlé í brunch. Það var rosa gaman að borða saman. Svo var drengurinn dressaður upp í Amagercenter og honum fylgt út á flugvöll.







Frábærlega æðislegt að fá systkinaheimsókn. Smá heimþrá í hjartanum þegar þau eru farin, Stapaselhugsanir ásækja mig dag og nótt! Búin að hugsa um Stapaselsjól endalaust hehe. En Amagerjól eru ábyggilega frábær líka :) Annars eru fleiri myndir á facebook....


Næsta heimsóknarsending kemur svo á fimmtudaginn.... Kemur í ljós á morgun hverjir það eru :)
Hasta Luego Diego!
Jórunn Pála

Thursday, October 29, 2009

Fyrsta sprautan :)

Þið gætuð haldið að ég væri að tala um Eystein litla.... en nei það var Jórunn heillin! Í morgun fór ég nefnilega á heilsugæslustöðina og fékk fyrstu bólusetninguna mína. Sú fyrsta var ókeypis og var gegn stífkrampa. Við fáum öll þannig sprautur í grunnskóla held ég, en hana þarf að fá á tíu ára fresti til að hún virki. Ég mundi allavega ekki eftir hvenær ég fékk hana seinast þ.a. ég skellti mér bara. Fínt að fá fleiri kvittanir inná sprautuskírteinið mitt sem ég fékk líka áðan. Skírteinið mun ég síðan líma inn á vegabréfið mitt. Þetta var allavega ekkert vont og mér líður fínt eftir á! En það er more to come, veit að ég þarf líka að fara í malaríusprautu en orðið á götunni er að hún kosti 1100 dkr - deeeem. Nú þarf ég að taka 2 tíma AuPair tiltekt og svo er það vinna á Subbaranum kl 14.

Jórunn.

Wednesday, October 28, 2009

Asíureisa

13. janúar 2010 fer ég til Asíu í svaðilförina sem ég var búin að lofa (sjá header)!


Leiðin liggur um Indland, Malasíu, Tæland, Hong Kong og Kína. Til glöggvunar lítur þetta sirka svona út á heimskortinu:



Ferðin skiptist í 3 meginhluta:

1. Indland með Dagnýju og Stefáni Inga

2. Malasía, Tæland og Víetnam með Dagnýju, Stefáni Inga, Magga Snúði og Braga.

3. Kína með Dagnýju

Þetta er ofsalega spennandi og framandi allt saman. Þetta er ekki hugmynd - ég er búin að borga allt saman! Eða, nema ferðatryggingu, og sprautur og sandala og vísaáritanir inní löndin og.....föööö....hahah nei það verður bara gaman og hlýtur að bjargast;)

Ég hef ekki komist í að birta þetta hérna fyrr því ég hef verið að fá íslandsheimsóknir :) En ég ætla að tækla uppvaskið, lofa að vera duglegri að koma með fréttir myndir og alls kyns skemmtilegt - ekki hætta að lesa!

Au revoir,

Jórunn Pála

Monday, October 19, 2009

Bréf til yfirmannsins

Hejdo Rebecca!

I wanted to let you know about my upcoming events and plans before you make the next work scedule:
· My friend is visiting me from Iceland 12.-15. november. I can work to 17:00 on the 12.november, and I also will be able to work on the 16th of november.

· 1.-16.december I will basicly go from being the Robyn to being the Batman when in comes to taking care of our home. My sister is turning in her masters architecture project on the 16. She will be living somewhere else and I will take care of her kids. During that period, I will be happy to work from 7:30 - 16:00 (lille Eysteinn Ernir goes to vuggestue in the morning) if needed and possible but the evenings and weekends are kind of out of the picture.


· I‘ve desided staying in Copenhagen over Christmas. So at the 17. december I‘m back in business and will be able to work at any hour until and including the 11 .january 2010.

· 13.january I‘m flying off to India. I‘m going on a trip with my friends from Iceland, we‘re going on a back pack adventure journy through parts of Asia! This was kind of an in the moment decision and I just wanted to let you know in time. The trip ends at 28.mars when I fly home to Iceland to see everyone i miss and havn‘t seen for a little while by then. I realise that being away from work for 3 months kind of makes me loose it. But I haven‘t applied for any jobs for the summer yet, and liking this job very much I‘d be bery happy and willing to work for Subway in the upcoming summer rush hours.

Wednesday, October 14, 2009

Gott kvöld góðir hálsar.


Það er mér mikil ánægja að tilkynna úrslit fyrstu kosninganna hérna á blogginu. Og svo virðist sem ég þurfi að hugsa meira um kosningar, kannski af öðrum meiði en kosningar engu að síður. Því vinningsstarfið var ekkert annað en forseti, ég fer hjá mér! Get þó ekki sagt að þetta komi mér á óvart. Úrslitin voru á þennan veg:


Vinna við markaðssetningu/auglýsingar
4 (40%)
Dýralæknir
1 (10%)
Flugfreyja
0 (0%)
Fjölmiðlafræðingur
0 (0%)
Kennari
0 (0%)
Hjúkrunarfræðingur
0 (0%)
Umhverfishagfræðingur
0 (0%)
Forseti
5 (50%)


Votes so far: 10 Poll closed


Þáttakan var góð og segja má að þetta gefi afar raunhæfa útkomu. Í ljósi úrslita hef ég legið yfir skólum sem gefa góðan forsetagrunn. Niðurstaðan er skólinn president school. Sjá síður http://www.ibo.org/school/003701/

og



Skólinn er staðsettur í Rússlandi og fékk réttindi í maí 2008. Þetta lítur vel út verð ég að segja. Svo eru bara 15 ár í framboðsrétt, vélin er smurð og hjólin farin að snúast - góðir farþegar velkomnir um borð. Spennið beltin því áfangastaður er forsetastóllinn. Vil enda á að þakka öllum kærlega fyrir að hafa hjálpað mér með þessa stóru ákvörðun!


Kær kveðja,

Jórunn Pála Jónasdóttir
forsetaefni

Thursday, October 1, 2009

Staðfestar heimsóknir til meginlandsins:

Bergrós Fríða Jónasdóttir
19. október
  • Flýgur út með Birtu Líf, en Birta verður á Íslandi frá 10.-19. október. Þær koma rétt í tæka tíð fyrir afmælið hennar Birtu sem er 20. október. Hlakka til að knúsa litlu systur. Freistast til að monta mig smávegis hérna, því hún var kosin í nemendaráð í skólanum sínum! Rosa flott hjá henni, er núna að plana ball sem verður í skólanum á næstunni ;)





Bjarni Rúnar Jónasson
22. október
  • Heimsækja systur sínar, frænku & frænda. Hápunktur ferðarinnar tónleikar með MUSE í Parken! Svo verður bærinn mjög líklega málaður í dannebro rauðum lit.



Arna Pálsdóttir
12. nóvember

  • Arna tekur sér frí frá efnaverkfræðinni og kemur í almenna snilldar heimsókn til Köben. Kem með ítarlegra plan á því sem við munum bralla síðar! Arna sendi mér message hvort það væri í lagi að hún kæmi, og 20 mín eftir að ég sagði já var gjemla búin að kaupa miða! Stíll og ekkert annað.



Margrét Pálsdóttir (mamma :)
20. nóvember í Svíþjóð

  • Hjúkrunarráðstefna, mamma fer með Bryndísi vinkonu sinni. Aldrei að vita hvort ég kíki á þær, snarl í Stokkhólmi? Hef í þokkabót aldrei komið til Svíþjóðar yfirhöfuð. En ég sé til hvernig landið liggur hjá Eyrúnu Margréti verðandi súperarkitekt.



P.s........


Birta Líf Bjarkadóttir
9. október til Íslands
  • Fer í 9 daga dvöl að hitta pabba, Bergrós og alla heima. Hennar verður sárt saknað héðan úr lundaholunni okkar! En góða er að hún kemur heim með glaðning, hana Bergrós Fríðu! Ef ykkur vantar eitthvað í fríhöfninni, danska spæjipylsu eða bara clear eyes úr apótekinu, þá vitiði hvert skal hringja ;)