Seinustu dagar hafa einkennst af gleði og gaman, ysi og þysi, og því miður smá ógleði og höfuðverk. Bergrós og Bjarni litlu systkini mín voru í heimsókn, Birta átti afmæli og mikið um að vera. Æðislegt að sjá þau :)
Ég og Bergrós fórum í Vores frelsers kirke og skoðuðum turninn - ekki hringturninn þó. Þessi er ekki eins þekktur, en klárlega leynd perla í Kaupmannahöfn. Rosalegt útsýni!!! Ég fór gallvösk upp allar tröppurnar en þegar út kom kárnaði gamanið. Það var svo rosalega hátt niður og grindverkið virtist ekki vera það traustasta. Ég hef alveg komið í Eiffel turninn og það var ekkert mál þar eru líka öryggisnet og almennileg grindverk. Þessi var bara skelfilegur. Bergrós var hinsvegar alveg cool á því og hló bara að systur sinni. Enn verra þegar ég spurði manninn í afgreiðslunni hvað turninn væri gamall og hann er s.s. frá 1750 rosa öruggur já...
Bjarni kom síðan á fimmtudeginum. Eysteinn var svo spenntur að hitta Bjarna að hann vildi fara undir eins að ná í hann eftir leikskóla og við biðum s.s. í 2 klst á flugvellinum eftir Bjarna. Svo þegar Bjarni loksins kom var lilli Eysteinn ekki lengi að hoppa í fangið á frænda. Síðan leit hann á mig og sagði bara "faððu". Jahá! haha. Á föstudeginum undirbjuggum við afmælið hennar Birtu Lífar en hún varð 13 ára 20.október. Þemað var Halloween - búningar og allt! Fullt af mönchi og svo horfðu stelpurnar á Beetle Juice. Á meðan fóru stóru krakkarnir niður á Kollegíbarinn (eða svo héldum við) í billiard, fótboltaspil og smá bjór. Karen kom líka þ.a. við vorum ágætis þríeyki. Þríeykið hélt síðan í bæinn. Fórum reyndar aftur í daginn kvöldið eftir og ef eitthvað var legendary þá var það það kvöld! Hahaha Bjarni er svo fyndinn... Hann pissaði óvart á kirkju!! Hittum mannlegan Will Smith (lifandi hetja, fékk orðu frá drottningunni fyrir að bjarga mannslífum + hann var svartur + á leiðinni í sjúkraliðaskóla + hann samþykkti að vera fyrsti svarti maðurinn á facebookinu mínu og Bjarna), danska fabíóa og Davíð sem var nýfluttur til Köben. Svo kíktum við í pínu seishu. Snilld.


Sneikaði þessum tveimur seinustu frá Karen :)
Sunnudagurinn fór í pönnukökur og bless bless á Bergrós. Ég varð síðan veik og missti þar með af Muse tónleikunum á mánudaginn :( Vægast sagt leiðinlegt! En Bjarni fór og svo ég vitni nú í hann þá sagði hann að þetta hafi verið "það besta sem ég hef upplifað á ævi minni" Ha! ekki slæmt. Ég hef nú séð Justin T. í Parken svo ég veit smá hvað hann meinar :) Við Bjarni fórum svo í Carlsberg verksmiðjuna á miðvikudaginn þegar mér var farið að líða betur. Hittum einnig duglegu systur í hádeginu sem tók sér dýrmætt og vel þegið hlé í brunch. Það var rosa gaman að borða saman. Svo var drengurinn dressaður upp í Amagercenter og honum fylgt út á flugvöll.
Frábærlega æðislegt að fá systkinaheimsókn. Smá heimþrá í hjartanum þegar þau eru farin, Stapaselhugsanir ásækja mig dag og nótt! Búin að hugsa um Stapaselsjól endalaust hehe. En Amagerjól eru ábyggilega frábær líka :) Annars eru fleiri myndir á facebook....
Næsta heimsóknarsending kemur svo á fimmtudaginn.... Kemur í ljós á morgun hverjir það eru :)
Hasta Luego Diego!
Jórunn Pála
Ást á þig!
ReplyDeleteÍ
Mótekin :*
ReplyDeleteRight back at ya :)