Gott kvöld góðir hálsar.
Það er mér mikil ánægja að tilkynna úrslit fyrstu kosninganna hérna á blogginu. Og svo virðist sem ég þurfi að hugsa meira um kosningar, kannski af öðrum meiði en kosningar engu að síður. Því vinningsstarfið var ekkert annað en forseti, ég fer hjá mér! Get þó ekki sagt að þetta komi mér á óvart. Úrslitin voru á þennan veg:
Vinna við markaðssetningu/auglýsingar
4 (40%)
Dýralæknir
1 (10%)
Flugfreyja
0 (0%)
Fjölmiðlafræðingur
0 (0%)
Kennari
0 (0%)
Hjúkrunarfræðingur
0 (0%)
Umhverfishagfræðingur
0 (0%)
Forseti
5 (50%)
Votes so far: 10 Poll closed
4 (40%)
Dýralæknir
1 (10%)
Flugfreyja
0 (0%)
Fjölmiðlafræðingur
0 (0%)
Kennari
0 (0%)
Hjúkrunarfræðingur
0 (0%)
Umhverfishagfræðingur
0 (0%)
Forseti
5 (50%)
Votes so far: 10 Poll closed
Þáttakan var góð og segja má að þetta gefi afar raunhæfa útkomu. Í ljósi úrslita hef ég legið yfir skólum sem gefa góðan forsetagrunn. Niðurstaðan er skólinn president school. Sjá síður http://www.ibo.org/school/003701/
og
Skólinn er staðsettur í Rússlandi og fékk réttindi í maí 2008. Þetta lítur vel út verð ég að segja. Svo eru bara 15 ár í framboðsrétt, vélin er smurð og hjólin farin að snúast - góðir farþegar velkomnir um borð. Spennið beltin því áfangastaður er forsetastóllinn. Vil enda á að þakka öllum kærlega fyrir að hafa hjálpað mér með þessa stóru ákvörðun!
Kær kveðja,
Jórunn Pála Jónasdóttir
forsetaefni

No comments:
Post a Comment