Thursday, October 29, 2009

Fyrsta sprautan :)

Þið gætuð haldið að ég væri að tala um Eystein litla.... en nei það var Jórunn heillin! Í morgun fór ég nefnilega á heilsugæslustöðina og fékk fyrstu bólusetninguna mína. Sú fyrsta var ókeypis og var gegn stífkrampa. Við fáum öll þannig sprautur í grunnskóla held ég, en hana þarf að fá á tíu ára fresti til að hún virki. Ég mundi allavega ekki eftir hvenær ég fékk hana seinast þ.a. ég skellti mér bara. Fínt að fá fleiri kvittanir inná sprautuskírteinið mitt sem ég fékk líka áðan. Skírteinið mun ég síðan líma inn á vegabréfið mitt. Þetta var allavega ekkert vont og mér líður fínt eftir á! En það er more to come, veit að ég þarf líka að fara í malaríusprautu en orðið á götunni er að hún kosti 1100 dkr - deeeem. Nú þarf ég að taka 2 tíma AuPair tiltekt og svo er það vinna á Subbaranum kl 14.

Jórunn.

2 comments:

  1. okkur var bara sagt að kaupa malaríutöflur fyrir ákveðin svæði! þurfum þær bara kannski svona helming tímans á indlandi (ekki víst samt) og svo þarf þær bara í laos og kambódíu ef við förum þangað - og ekki einu sinni alls staðar í kambódíu!

    ReplyDelete
  2. Ha, og engin sprauta? Adam Duvall bara með bull.

    ReplyDelete