Wednesday, October 28, 2009

Asíureisa

13. janúar 2010 fer ég til Asíu í svaðilförina sem ég var búin að lofa (sjá header)!


Leiðin liggur um Indland, Malasíu, Tæland, Hong Kong og Kína. Til glöggvunar lítur þetta sirka svona út á heimskortinu:



Ferðin skiptist í 3 meginhluta:

1. Indland með Dagnýju og Stefáni Inga

2. Malasía, Tæland og Víetnam með Dagnýju, Stefáni Inga, Magga Snúði og Braga.

3. Kína með Dagnýju

Þetta er ofsalega spennandi og framandi allt saman. Þetta er ekki hugmynd - ég er búin að borga allt saman! Eða, nema ferðatryggingu, og sprautur og sandala og vísaáritanir inní löndin og.....föööö....hahah nei það verður bara gaman og hlýtur að bjargast;)

Ég hef ekki komist í að birta þetta hérna fyrr því ég hef verið að fá íslandsheimsóknir :) En ég ætla að tækla uppvaskið, lofa að vera duglegri að koma með fréttir myndir og alls kyns skemmtilegt - ekki hætta að lesa!

Au revoir,

Jórunn Pála

No comments:

Post a Comment