Sunday, November 22, 2009

Söndag

Æ, hvað það er eitthvað notalegt að blogga með tærnar upp í loft á sunnudagskveldi.

Hehe fyrsta setningin lofaði góðu en svo skráði ég mig inn á msn. Bloggið hefði verið ótrúlega langt og skemmtilegt, en ég er því miður búin að svala allri skriflöngun.....................

EN það verður þá kannski smá útdráttur, svona Jórunn Weekly fréttabréf:

  • Viktoría + Rakel í heimsókn = SNILLD
  • Arna í heimsókn = SNILLD
  • Það er eins og hver og ein heimsókn hafi sáð heimþráarfræi í hjartað mitt. Sem vaxa og vaxa, vökvast af skypesamtölum facebook kveðjum. Þau eru við það að verða að litlum hríslum núna! Svo munu þau vonandi enda sem stór tré. Þá get ég höggvið þau öll niður, búið til pappír úr þeim og sent ykkur heim frá Asíu = PRAKTÍK
  • Mamma og pabbi ætla að gefa mér canon stafræna í jóla+afmælisgjöf = SNILLD
  • Búin að fara í fyrsta sendiráðið til að fá áritun (indverska) = HÁLFNAÐ ER VERK ÞÁ HAFIÐ ER
  • Mun koma til með að hjóla 12x30mín upp í hellerup til að standa í þessum áritunum = VESEN
  • Ég fékk lestarsekt í metróinu af því ég var bara með barnamiða= VANDRÆÐALEGT OG DÝRT (600dkr)
  • En ég tók aukavakt sem ég hefði annars ekki tekið og er því á núlli hehe = hakúnamatata :)
  • Ég kem ekki heim um jólin. Vinn og vinn, t.d. á Nýársdag kl 7:00. 2010 verður hafið með þjösnagangi.

Over and out :) Hlakka til að taka myndir og setja hér inn með nýju camerunni... Ég er farin að horfa á Breakfast Club sem ég leigði mér á Blockbuster.

Thursday, November 12, 2009

Hmm hmm hmm! Hjóli hjóli hjóli heim úr vinnunni.... Skoði skoði skoði... Glápi glápi glápi....

Úps! Hvað er þetta? Löggubíll...og tveir lögregluþjónar!
Myndarlegi lögregluþjónninn bendir mér vinsamlegast á að stöðva hjólið. Hinn lögregluþjónninn bograr yfir sekt sem hann útbýr fyrir annan hjólaníðinginn. Hann er þó með ljós. Ég velti fyrir mér hvað hann hafi þá gert af sér. Gúlp, mér líst ekki á blikuna.

Hvar er ljósið þitt unga dama?

Æ, ég er ekki með ljós. Ég er nýflutt hingað frá Íslandi!

Og hvað, það hljóta að vera hjóla á Íslandi. Er ekki skylda að hafa ljós þar?

Nei, sko. Á Íslandi erum við ekki með svona fína hjólastíga eins og hér. Og við erum með fullt af fjöllum, svo það er rosa erfitt að hjóla.

Nú, ég skil. En það er mjög mikilvægt að vera með ljós. Þau geta bjargað lífi manns.

Já, einmitt. Er eitthvað annað sem ég þarf að hafa á hjólinu? Þarf ég að hafa hjálm?

Nei, þess þarftu ekki. Kannski bjöllu.

Ok. Hvar fær maður svona hjólaljós eiginlega?

(hvumsa) Hjólaljós?! Bara...allsstaðar, t.d. í 7-11 þarna hinum megin við götuna!

Núnú! Flott er.

Þú sleppur við sekkt í þetta skiptið. Hvar býrðu?

Á Amager.

Já, þú mátt ekki hjóla lengra. Þú gætir keypt far heim fyrir hjólið á 40 kr (Gúlp, 1000 íslkr).

Já...má ekki fara með hjólið í strætó?

Nei, það máttu ekki.

Eeen má ég labba heim?

Já, það máttu.

Allt í lagi, takk fyrir.

Mundu bara að læsa hjólinu þínu, svo því verði nú ekki stolið!

Geri það, bless bless.

Bless!

Þarna skall hurð nærri hælum. Ég þorði ekki öðru en að læsa hjólinu mínu samstundis (það er núna fyrir utan Alþingishúsið held ég) og ganga rösklega heim á leið. Heimferðin var þó ekki leiðinleg, var með góðan subway nestisbita nýsmurðan. Stundum borgar sig að vita minna en maður, glenna upp fiskiaugun og geifla fram undrandi svipnum, dass af Katli Mána. Önnur leið er að leika íslenska kreppufórnarlambið. Ég var ekki lengi að komast upp á lagið með að kasta fram frösum eins og 'Islandskrisen hjemmefor' og 'den stakkels syge islenske krone'. Þá bráðna þeir úr vorkunn og mér eru allir vegir færir! Fékk t.d. í gær 10% nemendaafslátt af ferðasprautunum mínum. En ætli ég verði ekki að hætta að haga mér eins og afkvæmi Jóakims Aðalandar og Frank Abagnale Jr. Ég kaupi mér ljós á morgun. Kannski verður það mér leiðarljós í lífinu líka. Ég man þegar ég skoðaði dagskránna í den í barnaefnis leit, og rak augun sífellt á þetta Leiðarljós. Ohh leiðinlegi þátturinnum um fólkið með skrýtna hárið sem var alltaf grátandi!

Someone in the Dark - Michael Jackson

Þetta lag kemur mér í jólaskap. Samt ekki jólalag, þetta er lag með Mækel Djakkson. Lagið er á disknum disknum Thriller. Ég er að hlusta á hann upp á nýtt, svona virkilega hlusta. Diskurinn hefur elst mjög vel, og þvílík rödd! Ætli hann hafi haft einhver sniðug ráð til að mýkja raddböndin? Hungangste fyrir svefninn? Röddin hljómar einhvern veginn af hunangi. En ég er ekki alveg klár á því hvað þetta 'thank you' í miðju laginu er. Hljómar eins og E.T. En margblessuð sé minningin hans. Mig langar að sjá myndina um hann sem er í bíóum núna.

Wednesday, November 4, 2009

Hundurinn át kjólinn

Hélt þetta væri lygaafsökun númer 1 í bókinni en nei:

3.11.2009

12:52:56

Jórunn Pála says:
en heyrru, ef þú veist hvar UO kjóllinn minn er máttu endilega reyna að koma honum til vikku í dag eða á mrg :)

Jórunn Pála says:
er með svo lítið af fötum hérna, væri lúxus að fá kjól í safnið :P

SvanlaugSnæfeldIngólfsdóttir says:
er að fara að segja þér leiðinlegan hlut.. þú gætir orðið reið.. svo að búin að vera að forðast að segja þér þetta

manstu þegar ég fékk lánaðan kjólinn og fékk hann til að vera í 1 afmæli hjá fjölskyldunni hans stefáns.. já ég notaði hann bara 1 sinni.. svo fór ég að sofa, daginn eftir er ég bara að vappa um í náttfötum og allt í einu heyri ég stefán öskra: massi NEI... þá var opið inn í herbergið og hundurinn tók kjólinn og bol af stefáni og rústaði báðum..

hahahaha.........

Monday, November 2, 2009

Næst á dagskrá...

Nú hefur bæst við surprise heimsókn til Danmerkur!!! OG þvílíkt stutt í það, 3 dagar :) Hérna eru laumugestirnir:

Viktoría Hróbjartsdóttir
5. nóvember 2009
  • Nýskriðin á þrítugsaldurinn, spurning hvort það trompi seytján ára DK djamm? ;) En þessi ferð mun einnig innihalda göfgan tilgang því planið er að kíkja á læknadeildina hérna í Kaupmannahöfn, ég fæ að fara með! Hlakka til :)
Rakel Gunnarsdóttir
5. nóvember 2009
  • Rakel er líka með æðri tilgang á ferðinni, en sá verður ekki gefinn upp hér... Rakel er nefnilega undercover agent fyrir dönsku leyniþjónustuna. Spurning hvort ég og Rakel komumst inn í tívolíið í þetta sinnið í staðinn fyrir að tsjilla á tröppunum með almenn dólgslæti hehehe...

Þá vantar bara þessa hérna til að 2007 fjóreykið sé fullkomnað:



Við hugsum til hennar í Noregi, hennar verður sárt saknað! Bara að bíða og vona hvort hún finni einhverja tuðru og sigli ekki bara yfir, hún er allavega til alls vís eftir Þjóðhátíð hehehe ;)
Svo vantar líka þennan hér:




Justin Timberlake... Ó þetta var ógleymanlegt!

Já þetta verður spennandi að sjá hvort við verðum eitthvað dannaðaðri og kannski menningarlegri í þetta sinnið, 2 árum eldri og vonandi eitthvað vitrari á lífið - eða hvað? Haha ég bara veit það ekki. Ég er allavega búin að sækja um frí í vinnunni, frábæri yfirmaður minn ætlar að vinna fyrir mig á föstudaginn og reyna redda laugardagskvöldinu. Annars er ég nú bara að vinna á laugardeginum frá 21-01. Í versta falli verður hygge á Subway og síðan bærinn :)

Undibúningsferlið fyrir Asíuferð mallar áfram. Búin að fjárfesta í góðri ferðatryggingu frá Gouda (eins og ostur, þýðir það að tryggingin verður öll gloppótt og gagnslaus eða hvað??) þ.a. mamma og pabbi geta sofið róleg á koddanum heima meðan ég þvælist um í annarri heimsálfu. Ég hafði síðan samband við Íslenska sendiráðið hérna í Kaupmannahöfn áðan og fékk upplýsingar um hvar ég kæmi til með að þurfa vegabréfsáritanir til að komast inn í löndin. Svona hljómaði það:

*Kína = áritun
*Indland = áritun
*Víetnam = áritun
*Laos = áritun (Ekki víst ég fari þangað þó, á víst að vera algjör malaríupollur!)
*Hong Kong = engin áritun
*Malasía = engin áritun
*Tæland = engin áritun

Hlakka smá til að heimsækja öll þessi sendiráð :) Þau eru kannski pínu flottari hérna í Köben en heima á Íslandi þó ég viti það ekki hehe.

Bless í bili

jórunn pála

Sunday, November 1, 2009

Comeback

Svo ég komi nú með eitt vælublogg.

Mér finnst ótækt að fatta upp á mjög góðum comebökkum löngu eftir að mómentið er runnið út í sandinn. Dæmi: Ég var á heimleið á hjólinu, hjóla heim úr bænum. Hjólar maður upp að mér og svona varð samtalið:

Maður: "Må jeg spørge dig um noget?"
Ég: "uuu ja"
Maður (sagt með stælum): "Hvor fanden er dine cykellys"
Ég (virkilega aulalega): "Uuuu hvad....?"
Maður (meiri stælar): "Jeg sporgte om, hvor fanden er dine cykellys".
Ég (enn aulalegra): "Uuuu de har blevet stjålet"
Maður (efins): "Har de blevet stjålet? Nåh."
Maður (búinn að fatta að ég er bara vesæll innflytjandi) "But be careful man, really"


Svona einni mínútu seinna fattaði ég hvernig þetta samtal hefði átt að fara:


Maður: "Må jeg spørge dig um noget?"
Ég: "uuu ja"
Maður (sagt með stælum): "Hvor fanden er dine cykellys"
Ég (líka með stælum): "Uuuu hvad for noget....?"
Maður (meiri stælar): "Jeg sporgte om, hvor fanden er dine cykellys".
Ég (diva style): "Uuuu prov at søge op din røv, VED SIDEN AF DIN CYKELHJELM! beat that bitch you know i donnit yup.
Maður (gapir): .................
Ég: "I fly like paper get high like planes...."


Kannski hefði það samt bara farið svona þá:


Maður: "Må jeg spørge dig um noget?"
Ég: "uuu ja"
Maður (sagt með stælum): "Hvor fanden er dine cykellys"
Ég (líka með stælum): "Uuuu hvad for noget....?"Maður (meiri stælar): "Jeg sporgte om, hvor fanden er dine cykellys".
Ég (diva style): "Uuuu prov at søge i din røv, VED SIDEN AF DIN CYKELHJELM! beat that bitch you know i donnit yup.
Maður (reiður og hjólar inn í mitt hjól): Try sayin that to the river
Ég (dett ofan í ánna)
Maður: "bow wow wow jippy jo jippy jey....."