- Nýskriðin á þrítugsaldurinn, spurning hvort það trompi seytján ára DK djamm? ;) En þessi ferð mun einnig innihalda göfgan tilgang því planið er að kíkja á læknadeildina hérna í Kaupmannahöfn, ég fæ að fara með! Hlakka til :)

- Rakel er líka með æðri tilgang á ferðinni, en sá verður ekki gefinn upp hér... Rakel er nefnilega undercover agent fyrir dönsku leyniþjónustuna. Spurning hvort ég og Rakel komumst inn í tívolíið í þetta sinnið í staðinn fyrir að tsjilla á tröppunum með almenn dólgslæti hehehe...

Við hugsum til hennar í Noregi, hennar verður sárt saknað! Bara að bíða og vona hvort hún finni einhverja tuðru og sigli ekki bara yfir, hún er allavega til alls vís eftir Þjóðhátíð hehehe ;)

Justin Timberlake... Ó þetta var ógleymanlegt!
Já þetta verður spennandi að sjá hvort við verðum eitthvað dannaðaðri og kannski menningarlegri í þetta sinnið, 2 árum eldri og vonandi eitthvað vitrari á lífið - eða hvað? Haha ég bara veit það ekki. Ég er allavega búin að sækja um frí í vinnunni, frábæri yfirmaður minn ætlar að vinna fyrir mig á föstudaginn og reyna redda laugardagskvöldinu. Annars er ég nú bara að vinna á laugardeginum frá 21-01. Í versta falli verður hygge á Subway og síðan bærinn :)
Undibúningsferlið fyrir Asíuferð mallar áfram. Búin að fjárfesta í góðri ferðatryggingu frá Gouda (eins og ostur, þýðir það að tryggingin verður öll gloppótt og gagnslaus eða hvað??) þ.a. mamma og pabbi geta sofið róleg á koddanum heima meðan ég þvælist um í annarri heimsálfu. Ég hafði síðan samband við Íslenska sendiráðið hérna í Kaupmannahöfn áðan og fékk upplýsingar um hvar ég kæmi til með að þurfa vegabréfsáritanir til að komast inn í löndin. Svona hljómaði það:
*Kína = áritun
*Indland = áritun
*Víetnam = áritun
*Laos = áritun (Ekki víst ég fari þangað þó, á víst að vera algjör malaríupollur!)
*Hong Kong = engin áritun
*Malasía = engin áritun
*Tæland = engin áritun
Hlakka smá til að heimsækja öll þessi sendiráð :) Þau eru kannski pínu flottari hérna í Köben en heima á Íslandi þó ég viti það ekki hehe.
Bless í bili
jórunn pála
Mátt gefa mér í jólagjöf að koma heim um jólin :D bara svona ábending :P
ReplyDeleteer ad luva bloggid titt jorunn, tu ert pro!
ReplyDeletedjofull er eg svo ad meta tessa asiureisu tina, mesta snilld :D