Jóraji (nafnið sem ég mun koma til með að nota á Indlandi, klárt mál)
Thursday, December 31, 2009
Í ruglinu...
Jóraji (nafnið sem ég mun koma til með að nota á Indlandi, klárt mál)
Tuesday, December 29, 2009
Vinna og weetabix + vínber
Fyrir/Eftir

Monday, December 28, 2009
16 dagar
Hangikjötið rann ljúflega niður á aðfangadagskvöld heilagi andinn kom yfir. Rás 2 á netinu hjálpaði mjög til :) Æðilsegt að fá að eyða jólunum með Eyrúnu og yndislegu börnunum hennar tveimur. Eystienn er fullur af lífi og æsku og mér líður oftar en ekki eins og fýlugrýlu með honum, hvernig er hægt að vera svona lífsglaður ALLAN DAGINN!!! Svo er það Birta Líf sem er svo góð og blíð, gull í gegn. Algjör blómarós :) Ég er alltaf að segja Eyrúnu að ég ætli sko ekki að eignast börn aldrei eftir au pair starfið en ég er kannski smá að plata hana ;) En hérna koma svo gjafirnar sem ég er svo þakklát fyrir :)
Náttbuxur og myndavél frá mömmu og pabba. Klassískt! Ekkert betra en nýjar náttbuxur og myndavél á jólunum. Nei okei ég fæ kannski ekki alltaf myndavél hoho. Hún er keypt í tilefni ferðarinnar.
Innanklæðaveski og þurrpoki frá Eyrúnu systur. Einnig til ferðarinnar.
Kósísokkar frá Birtu Líf. Awwwww :)
? frá Bjarna Rúnari. Pakkinn finnst vonandi á morgun. Drengurinn gleymdi að skrifa nafnið á pakkann! Og svo þykist hann vinna hjá póstinum :)
Ilmvatn og gloss frá ömmu og afa a lá París :)
Ipod shuffle frá subway :D
Lundabolur frá Svönu. Snilld :)
Snyrtisett frá Völu, Bergþóri og co a la París, mjög flott :)
Jólanærbuxur, happaþrennu og snjókallasúkkulaði frá Kertasníki :* Ásta vinkona Eyrúnar fékk svona C-nærbuxur frá honum, skil ekki af hverju ég fékk ekki líka þannig....
Englastyttu frá Eysteini Erni fyrir að passa mig rooooosa miiiiiiiiikið og leeeeeeengi heehehe
Svepp og hælaskóajólatrjáskraut í pakkaleiknum hjá Söndru og Orra.
Ég fékk tvö jólakort í ár. Eitt frá Dagnýju og eitt frá Huldu. Ótrúlega falleg kort bæði tvö, skrifuð frá hjartanu :** Takk takk takk.
Það styttist óðum í ferðina en mér finnst eins og klukkan sé í sýrópsbaði, hver dagur líður á við þrjá tíminn vill bara ekki líða! Er vanalega ekki svona telja niður manneskja í þetta sinnið er ég að fara á límingunum af tilhlökkun. Svona eins og þegar maður var lítill að telja niður dagana fram að jólum eða fara í fyrstu sólarlandaferðina. Það er einmitt málið, sjaldan sem maður gerir eitthvað svona 'fyrsta'. Eitthvað alveg nýtt. Þá veit maður ekki alveg hvað mun gerast! Vúúúuhóóó! Ekki það að ég gæti eitthvað farið á morgun á eftir að ganga frá hellingi áður en ég fer :) Svona lítur ToDo listinn minn út núna:
*Visa Áritanir
-Víetnam
*Ganga frá dóti í Birtu herbergi
*Ná í pakka frá Bjarna
*Skipta peningabelti (Pabbi var búinn að lána mér eitt, svo fékk ég annað frá Eyrúnu sös í jólagjöf. Fékk líka Svona þurrpoka frá henni til að geyma cameruna, veskið og allar græjurnar í þegar ég fer á ströndina í tælandi ;) Peningabeltið sem Eyrún gaf mér var flottara, en ég var að skoða peningamálin mín í dag og ég er allavega ekki sultán í augnablikinu. Kannski Maharasja :)
*Borga serum
*Silkisvefnpoki (Til að sofa í og forðast gruggugar pöddur...)
*Sumarvinna? (Í fiski í Eyjum kannski? Nú er ég brunnin út á Landsneti, orðin of gömul)
*Svínaflensusprauta?
*Inflúensusprauta?
*Malaríutöflur?
Nú er ég farin að sofa, ef ég vakna í tíma ætla ég upp í Hellerúp að tsjekka á þessum Víetnam sendiráði!
Hádí....
Jórunn
Saturday, December 19, 2009
Comeback to Copenhagen
Bless í bili ef þú ert að lesa þykir mér ósjálfrátt mjög vænt um þig og sendi þér þráðlaust knús :)
Jórunn
Sunday, November 22, 2009
Söndag
Hehe fyrsta setningin lofaði góðu en svo skráði ég mig inn á msn. Bloggið hefði verið ótrúlega langt og skemmtilegt, en ég er því miður búin að svala allri skriflöngun.....................
EN það verður þá kannski smá útdráttur, svona Jórunn Weekly fréttabréf:
- Viktoría + Rakel í heimsókn = SNILLD
- Arna í heimsókn = SNILLD
- Það er eins og hver og ein heimsókn hafi sáð heimþráarfræi í hjartað mitt. Sem vaxa og vaxa, vökvast af skypesamtölum facebook kveðjum. Þau eru við það að verða að litlum hríslum núna! Svo munu þau vonandi enda sem stór tré. Þá get ég höggvið þau öll niður, búið til pappír úr þeim og sent ykkur heim frá Asíu = PRAKTÍK
- Mamma og pabbi ætla að gefa mér canon stafræna í jóla+afmælisgjöf = SNILLD
- Búin að fara í fyrsta sendiráðið til að fá áritun (indverska) = HÁLFNAÐ ER VERK ÞÁ HAFIÐ ER
- Mun koma til með að hjóla 12x30mín upp í hellerup til að standa í þessum áritunum = VESEN
- Ég fékk lestarsekt í metróinu af því ég var bara með barnamiða= VANDRÆÐALEGT OG DÝRT (600dkr)
- En ég tók aukavakt sem ég hefði annars ekki tekið og er því á núlli hehe = hakúnamatata :)
- Ég kem ekki heim um jólin. Vinn og vinn, t.d. á Nýársdag kl 7:00. 2010 verður hafið með þjösnagangi.
Over and out :) Hlakka til að taka myndir og setja hér inn með nýju camerunni... Ég er farin að horfa á Breakfast Club sem ég leigði mér á Blockbuster.
Thursday, November 12, 2009
Hmm hmm hmm! Hjóli hjóli hjóli heim úr vinnunni.... Skoði skoði skoði... Glápi glápi glápi....
Myndarlegi lögregluþjónninn bendir mér vinsamlegast á að stöðva hjólið. Hinn lögregluþjónninn bograr yfir sekt sem hann útbýr fyrir annan hjólaníðinginn. Hann er þó með ljós. Ég velti fyrir mér hvað hann hafi þá gert af sér. Gúlp, mér líst ekki á blikuna.
Hvar er ljósið þitt unga dama?
Æ, ég er ekki með ljós. Ég er nýflutt hingað frá Íslandi!
Og hvað, það hljóta að vera hjóla á Íslandi. Er ekki skylda að hafa ljós þar?
Nei, sko. Á Íslandi erum við ekki með svona fína hjólastíga eins og hér. Og við erum með fullt af fjöllum, svo það er rosa erfitt að hjóla.
Nú, ég skil. En það er mjög mikilvægt að vera með ljós. Þau geta bjargað lífi manns.
Já, einmitt. Er eitthvað annað sem ég þarf að hafa á hjólinu? Þarf ég að hafa hjálm?
Nei, þess þarftu ekki. Kannski bjöllu.
Ok. Hvar fær maður svona hjólaljós eiginlega?
(hvumsa) Hjólaljós?! Bara...allsstaðar, t.d. í 7-11 þarna hinum megin við götuna!
Núnú! Flott er.
Þú sleppur við sekkt í þetta skiptið. Hvar býrðu?
Á Amager.
Já, þú mátt ekki hjóla lengra. Þú gætir keypt far heim fyrir hjólið á 40 kr (Gúlp, 1000 íslkr).
Já...má ekki fara með hjólið í strætó?
Nei, það máttu ekki.
Eeen má ég labba heim?
Já, það máttu.
Allt í lagi, takk fyrir.
Mundu bara að læsa hjólinu þínu, svo því verði nú ekki stolið!
Geri það, bless bless.
Bless!
Þarna skall hurð nærri hælum. Ég þorði ekki öðru en að læsa hjólinu mínu samstundis (það er núna fyrir utan Alþingishúsið held ég) og ganga rösklega heim á leið. Heimferðin var þó ekki leiðinleg, var með góðan subway nestisbita nýsmurðan. Stundum borgar sig að vita minna en maður, glenna upp fiskiaugun og geifla fram undrandi svipnum, dass af Katli Mána. Önnur leið er að leika íslenska kreppufórnarlambið. Ég var ekki lengi að komast upp á lagið með að kasta fram frösum eins og 'Islandskrisen hjemmefor' og 'den stakkels syge islenske krone'. Þá bráðna þeir úr vorkunn og mér eru allir vegir færir! Fékk t.d. í gær 10% nemendaafslátt af ferðasprautunum mínum. En ætli ég verði ekki að hætta að haga mér eins og afkvæmi Jóakims Aðalandar og Frank Abagnale Jr. Ég kaupi mér ljós á morgun. Kannski verður það mér leiðarljós í lífinu líka. Ég man þegar ég skoðaði dagskránna í den í barnaefnis leit, og rak augun sífellt á þetta Leiðarljós. Ohh leiðinlegi þátturinnum um fólkið með skrýtna hárið sem var alltaf grátandi!
Someone in the Dark - Michael Jackson
Wednesday, November 4, 2009
Hundurinn át kjólinn
Hélt þetta væri lygaafsökun númer 1 í bókinni en nei:
3.11.2009
12:52:56
Jórunn Pála says:
en heyrru, ef þú veist hvar UO kjóllinn minn er máttu endilega reyna að koma honum til vikku í dag eða á mrg :)
Jórunn Pála says:
er með svo lítið af fötum hérna, væri lúxus að fá kjól í safnið :P
SvanlaugSnæfeldIngólfsdóttir says:
er að fara að segja þér leiðinlegan hlut.. þú gætir orðið reið.. svo að búin að vera að forðast að segja þér þetta
manstu þegar ég fékk lánaðan kjólinn og fékk hann til að vera í 1 afmæli hjá fjölskyldunni hans stefáns.. já ég notaði hann bara 1 sinni.. svo fór ég að sofa, daginn eftir er ég bara að vappa um í náttfötum og allt í einu heyri ég stefán öskra: massi NEI... þá var opið inn í herbergið og hundurinn tók kjólinn og bol af stefáni og rústaði báðum..
Monday, November 2, 2009
Næst á dagskrá...
- Nýskriðin á þrítugsaldurinn, spurning hvort það trompi seytján ára DK djamm? ;) En þessi ferð mun einnig innihalda göfgan tilgang því planið er að kíkja á læknadeildina hérna í Kaupmannahöfn, ég fæ að fara með! Hlakka til :)

- Rakel er líka með æðri tilgang á ferðinni, en sá verður ekki gefinn upp hér... Rakel er nefnilega undercover agent fyrir dönsku leyniþjónustuna. Spurning hvort ég og Rakel komumst inn í tívolíið í þetta sinnið í staðinn fyrir að tsjilla á tröppunum með almenn dólgslæti hehehe...

Við hugsum til hennar í Noregi, hennar verður sárt saknað! Bara að bíða og vona hvort hún finni einhverja tuðru og sigli ekki bara yfir, hún er allavega til alls vís eftir Þjóðhátíð hehehe ;)

Justin Timberlake... Ó þetta var ógleymanlegt!
Já þetta verður spennandi að sjá hvort við verðum eitthvað dannaðaðri og kannski menningarlegri í þetta sinnið, 2 árum eldri og vonandi eitthvað vitrari á lífið - eða hvað? Haha ég bara veit það ekki. Ég er allavega búin að sækja um frí í vinnunni, frábæri yfirmaður minn ætlar að vinna fyrir mig á föstudaginn og reyna redda laugardagskvöldinu. Annars er ég nú bara að vinna á laugardeginum frá 21-01. Í versta falli verður hygge á Subway og síðan bærinn :)
Undibúningsferlið fyrir Asíuferð mallar áfram. Búin að fjárfesta í góðri ferðatryggingu frá Gouda (eins og ostur, þýðir það að tryggingin verður öll gloppótt og gagnslaus eða hvað??) þ.a. mamma og pabbi geta sofið róleg á koddanum heima meðan ég þvælist um í annarri heimsálfu. Ég hafði síðan samband við Íslenska sendiráðið hérna í Kaupmannahöfn áðan og fékk upplýsingar um hvar ég kæmi til með að þurfa vegabréfsáritanir til að komast inn í löndin. Svona hljómaði það:
*Kína = áritun
*Indland = áritun
*Víetnam = áritun
*Laos = áritun (Ekki víst ég fari þangað þó, á víst að vera algjör malaríupollur!)
*Hong Kong = engin áritun
*Malasía = engin áritun
*Tæland = engin áritun
Hlakka smá til að heimsækja öll þessi sendiráð :) Þau eru kannski pínu flottari hérna í Köben en heima á Íslandi þó ég viti það ekki hehe.
Bless í bili
jórunn pála
Sunday, November 1, 2009
Comeback
Mér finnst ótækt að fatta upp á mjög góðum comebökkum löngu eftir að mómentið er runnið út í sandinn. Dæmi: Ég var á heimleið á hjólinu, hjóla heim úr bænum. Hjólar maður upp að mér og svona varð samtalið:
Maður: "Må jeg spørge dig um noget?"
Ég: "uuu ja"
Maður (sagt með stælum): "Hvor fanden er dine cykellys"
Ég (virkilega aulalega): "Uuuu hvad....?"
Maður (meiri stælar): "Jeg sporgte om, hvor fanden er dine cykellys".
Ég (enn aulalegra): "Uuuu de har blevet stjålet"
Maður (efins): "Har de blevet stjålet? Nåh."
Maður (búinn að fatta að ég er bara vesæll innflytjandi) "But be careful man, really"
Svona einni mínútu seinna fattaði ég hvernig þetta samtal hefði átt að fara:
Maður: "Må jeg spørge dig um noget?"
Ég: "uuu ja"
Maður (sagt með stælum): "Hvor fanden er dine cykellys"
Ég (líka með stælum): "Uuuu hvad for noget....?"
Maður (meiri stælar): "Jeg sporgte om, hvor fanden er dine cykellys".
Ég (diva style): "Uuuu prov at søge op din røv, VED SIDEN AF DIN CYKELHJELM! beat that bitch you know i donnit yup.
Maður (gapir): .................
Ég: "I fly like paper get high like planes...."
Kannski hefði það samt bara farið svona þá:
Maður: "Må jeg spørge dig um noget?"
Ég: "uuu ja"
Maður (sagt með stælum): "Hvor fanden er dine cykellys"
Ég (líka með stælum): "Uuuu hvad for noget....?"Maður (meiri stælar): "Jeg sporgte om, hvor fanden er dine cykellys".
Ég (diva style): "Uuuu prov at søge i din røv, VED SIDEN AF DIN CYKELHJELM! beat that bitch you know i donnit yup.
Maður (reiður og hjólar inn í mitt hjól): Try sayin that to the river
Ég (dett ofan í ánna)
Maður: "bow wow wow jippy jo jippy jey....."
Saturday, October 31, 2009
Bergrós og Bjarni på besøg


Sneikaði þessum tveimur seinustu frá Karen :)
Thursday, October 29, 2009
Fyrsta sprautan :)
Jórunn.
Wednesday, October 28, 2009
Asíureisa

Ferðin skiptist í 3 meginhluta:
1. Indland með Dagnýju og Stefáni Inga
2. Malasía, Tæland og Víetnam með Dagnýju, Stefáni Inga, Magga Snúði og Braga.
3. Kína með Dagnýju
Þetta er ofsalega spennandi og framandi allt saman. Þetta er ekki hugmynd - ég er búin að borga allt saman! Eða, nema ferðatryggingu, og sprautur og sandala og vísaáritanir inní löndin og.....föööö....hahah nei það verður bara gaman og hlýtur að bjargast;)
Ég hef ekki komist í að birta þetta hérna fyrr því ég hef verið að fá íslandsheimsóknir :) En ég ætla að tækla uppvaskið, lofa að vera duglegri að koma með fréttir myndir og alls kyns skemmtilegt - ekki hætta að lesa!
Au revoir,
Jórunn Pála
Monday, October 19, 2009
Bréf til yfirmannsins
I wanted to let you know about my upcoming events and plans before you make the next work scedule:
· My friend is visiting me from Iceland 12.-15. november. I can work to 17:00 on the 12.november, and I also will be able to work on the 16th of november.
· 1.-16.december I will basicly go from being the Robyn to being the Batman when in comes to taking care of our home. My sister is turning in her masters architecture project on the 16. She will be living somewhere else and I will take care of her kids. During that period, I will be happy to work from 7:30 - 16:00 (lille Eysteinn Ernir goes to vuggestue in the morning) if needed and possible but the evenings and weekends are kind of out of the picture.
· I‘ve desided staying in Copenhagen over Christmas. So at the 17. december I‘m back in business and will be able to work at any hour until and including the 11 .january 2010.
· 13.january I‘m flying off to India. I‘m going on a trip with my friends from Iceland, we‘re going on a back pack adventure journy through parts of Asia! This was kind of an in the moment decision and I just wanted to let you know in time. The trip ends at 28.mars when I fly home to Iceland to see everyone i miss and havn‘t seen for a little while by then. I realise that being away from work for 3 months kind of makes me loose it. But I haven‘t applied for any jobs for the summer yet, and liking this job very much I‘d be bery happy and willing to work for Subway in the upcoming summer rush hours.
Wednesday, October 14, 2009
4 (40%)
Dýralæknir
1 (10%)
Flugfreyja
0 (0%)
Fjölmiðlafræðingur
0 (0%)
Kennari
0 (0%)
Hjúkrunarfræðingur
0 (0%)
Umhverfishagfræðingur
0 (0%)
Forseti
5 (50%)
Votes so far: 10 Poll closed

Thursday, October 1, 2009
Staðfestar heimsóknir til meginlandsins:
19. október
- Flýgur út með Birtu Líf, en Birta verður á Íslandi frá 10.-19. október. Þær koma rétt í tæka tíð fyrir afmælið hennar Birtu sem er 20. október. Hlakka til að knúsa litlu systur. Freistast til að monta mig smávegis hérna, því hún var kosin í nemendaráð í skólanum sínum! Rosa flott hjá henni, er núna að plana ball sem verður í skólanum á næstunni ;)

Bjarni Rúnar Jónasson
22. október
- Heimsækja systur sínar, frænku & frænda. Hápunktur ferðarinnar tónleikar með MUSE í Parken! Svo verður bærinn mjög líklega málaður í dannebro rauðum lit.

Arna Pálsdóttir
12. nóvember
- Arna tekur sér frí frá efnaverkfræðinni og kemur í almenna snilldar heimsókn til Köben. Kem með ítarlegra plan á því sem við munum bralla síðar! Arna sendi mér message hvort það væri í lagi að hún kæmi, og 20 mín eftir að ég sagði já var gjemla búin að kaupa miða! Stíll og ekkert annað.

Margrét Pálsdóttir (mamma :)
20. nóvember í Svíþjóð
- Hjúkrunarráðstefna, mamma fer með Bryndísi vinkonu sinni. Aldrei að vita hvort ég kíki á þær, snarl í Stokkhólmi? Hef í þokkabót aldrei komið til Svíþjóðar yfirhöfuð. En ég sé til hvernig landið liggur hjá Eyrúnu Margréti verðandi súperarkitekt.

P.s........
- Fer í 9 daga dvöl að hitta pabba, Bergrós og alla heima. Hennar verður sárt saknað héðan úr lundaholunni okkar! En góða er að hún kemur heim með glaðning, hana Bergrós Fríðu! Ef ykkur vantar eitthvað í fríhöfninni, danska spæjipylsu eða bara clear eyes úr apótekinu, þá vitiði hvert skal hringja ;)

Tuesday, September 29, 2009
Val vikunnar: Dýr sem ég hef séð í Kaupmannahöfn
Fallsætið: Sniglar í kuðungahúsi
Skríða á gangstígum eftir rigningar, sumir kremjast og það er svo ógeðslegt jökk!

5. Danskir svanir
Árásagjarnir og ágengir. Mæli ekki með að gefa þeim brauð þeir koma alveg upp að manni og bíta, fast! Veit ekki hvor var hræddari ég eða Eystein þegar við flúðum eins og fætur gátu togað undan svanahópi!

4. Hegri
Sat í makindum í tréi hjá Amager skurðinum.

3. Pónýhestar
Tvær stelpur með pónýhesta, einnig hjá Amager skurðinum. Einn dró vagn heins og á myndinni hér fyrir neðan. Komu líklega frá Christianíu.

2. Rotta
Sat á öxlinni á húsbónda sínum, "rat manden" sem var á leið inn í 7-11.
1. Ský af reiðum geitungum ásamt geitungamanni í búning.
Sem ég hjólaði í gegnum, maðurinn var að fjarlægja búið þeirra og ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég var í miðju skýinu. Fékk óumbeðna geitungafylgd í dágóðan spöl. Og þetta var alvöru geitungaský. Ekki eins og mýfluguskýið ógurlega sem réðst að mér, Bjarna og Magga Ben þegar við vorum lítil. Man eftir að hafa beðið mömmu um að koma heim úr vinnunni við vorum svo hrædd, búin að loka öllum gluggum og hefja gagnárás með rándýru raksápunni hans pabba sem hann varð síðan ekki par ánægður með.

Tuesday, September 15, 2009
Vinna = Check
Hefði í raun sætt mig við næstum hvaða skítadjobb sem er en landaði vinnu á nýjum Subway stað sem er að opna rétt hjá Strikinu. Maður myndi kannski ekki halda að maður þyrfti eitthvað að 'landa' einhverri vinnu á Subway heima en það á pottþétt við hérna. Við vorum á leiðinni á Jensens Böfhouse þarseinustu helgi og löbbum þar framhjá risa subway skilti þar sem tilkynnt er um opnun nýs staðs. Varð klikkað ánægð með að fá subway hingað, vantaði alveg! Á skiltinu stóð líka að þeim vantaði starfsmenn og email gefið upp. Ég sendi inn CV-ið mitt og fékk símhringingu í vikunni þar sem mér var boðið í starfsviðtal. Á föstudaginn mætti ég síðan í atvinnuviðtal, hélt ég hefði alveg klúðrað því og var alveg búin að afskrifa vinnuna. Morguninn sem viðtalið var gekk síðan einhvern veginn allt á afturfótunum. Var örlítið utan við mig eftir að hafa lent í vægst sagt skrýtnum aðstæðum daginn áður sem innihéldu kínamat, starftilboð og Ítala sem leit út eins og Joey í Friends en hljómaði eins og Don Vito. En það er önnur saga sem bíður betri tímal. Mistök númer 1 að elda hafragraut, var einhverju dúllerí og endaði á því að leggja ekki af stað á hjólinu fyrr en 10 mínútur í 9. Hjólaði eins og brjálæðingur í bæinn og beygði síðan auðvitað inn ranga hliðargötu (mun aldrei bölva hringturninum jafn illa og ég geri þarna) og mætti þ.a.l. svona 5 mínútum of seint. Kófsveitt og 2falt stressuð bæði að fara í starfsviðtal og að mæta of seint. Þetta var keppnis, þurfti að nefna 3 kosti og 1 galla um sjálfa mig síðan voru tvær stelpur með möppur að skrifa eitthvað niður. Náði að útskýra seinkomu mína í gallanum, að ég ætti það til að "overestemeita myself" hehe. En er dauðslifandi fegin yfir því að vera komin með vinnu. Frekar leiðinlegt og niðurdrepandi að sitja við tölvu og skrolla í gegnum jobzone.dk og skrifa inn CVið í tuttugusta skiptið. Ugg! Get þá eytt þeim kvóta í fjarnámið. Ætti líka að friða áhyggjurnar í mömmu og pabba heima á Íslandi sem höfðu ekkert sérlega mikla trú á að ég myndi ná að finna vinnu hérna...

Annars er ég lélegri í að tala dönsku en ég hélt. Jafnvel arfaslök. Hringdi í pizzeriuna hér á kollegíinu í gærkvöldi til að panta franskar en það gekk ekki betur en svo að þegar Birta Líf kom niður að sækja þær spurði maðurinn af hverju mamma hennar hefði verið svona skrýtin í símann. Thumbs up fyrir pommes frÍtes hehehe.
-Jórunn Pála óatvinnuleysingi í Danmörku.
Monday, September 14, 2009
"Uhuuu kúga! kúga :("
Á meðan ég kveinkaði mér yfir ógeðfeldri lykt leiddi ég hugann að því hvað fólk hefði gert fyrir tíma pampers. Ég hugsaði til Völu frænku sem var með 'au natural' bleiur á fyrstu tveimur börnunum sínum. Þvílíkur metnaður fyrirfinnst líklega ekki á mörgum stöðum í dag. En sú aðferð krefst líka ákveðinna hluta svo sem tuskna sem hafa ekki heldur alltaf verið til staðar.
Á hverju mannsbarni þarf að skipta um rúmlega 7300 bleiur frá fæðingu þangað til þau hætta að nota bleiur. Fáir hafa kynnt sér ævintýralegu sögu bleia. Bleiur eru ekki eitthvað sem fundið var upp á einni nóttu. Nei, bleiur hafa eins og margt annað þróast og bæst í gegnum tíðina. Þetta ætti að veita nasasjón (fann þetta á síðunni diaper jungle):
Ancient Times
Parents of babies who lived during these times had to be creative and use what was available. They may have used Milkweed leaf wraps, animal skins, and other natural resources. Babies were “wrapped in swaddling bands” in many European societies. These "swaddling bands" were strips of linen or wool wrapped tightly around each limb and then crosswise around the body (see picture).
What was all the rage:
Seal Skin, rabbit skin, milkweed leaves, swaddling bands.

1800s
A square or rectangle of linen, cotton flannel, or stockinet was folded into a rectangular shape and held in place with safety pins.
What was all the rage:
Linen and cotton

Early 1900s
Cloth diapers were generally the only option available. During World War II, diaper services began being widely utilized.
What was all the rage:
Cotton flats from a diaper service, delivered clean and fresh to your door.

Mid 1900s
The first disposable absorbent pad used as a diaper was made from unbleached creped cellulose tissue (held in rubber pants) in 1942. Cloth was still used of course, and in 1946, a woman named Marion Donovan, invented the "Boater", a waterproof covering for cloth diapers. Her first model of the disposable diaper was a conventional cloth diaper inserted into shower curtain plastic. Also, in 1950, the Safe-T Di-Dee diaper was invented. The diaper was preformed and was the first pinless, snap-on diaper. (See the newspaper articles for this diaper here: Image One and Image Two.)
What was all the rage:
Trying out the new option in diapering: the disposable.

1960s - 1980s
The disposable diaper evolved quickly. Instead of tissue, a pulp mill was introduced. Using cellulose fibers instead of paper improved the performance of the diaper. In the 1980s, Nikki brand cloth diaper covers and Curity brand flat diapers were used by some.
What was all the rage:
Disposable diapers.

Recent years have brought many "improvements" to disposable diapers. However, in the early 90's, cloth diaper users remerged with environmental issues concerning the use of disposables. Cloth diapers started making a big comeback. The company, Motherease, opened and started selling cloth diapers throughout Canada and the United States.
What was all the rage:
Disposable diapers were the norm but cloth diapers were starting to make a comeback.

What was all the rage:
Simple fitteds and prefolds.
1999 & 2000
What was all the rage: Honeyboys, Cuddlebuns, SOS, Manyducks

What was all the rage:
Fuzzi Bunz, Staccinator, Heavenly Heiny's, Luke's Drawers, Sugar Peas, Fuzbombs, El bees, Cloud 9, Kool Sheep Soakers
2004 & 2005
Designer diapers were the rage and some more sought after brands were sold at auction for $200-300.00. Online forums exploded with cloth diapering communities.
Diaper sewing was a hot pastime and many online resources and diaper fabric stores were opened.
What was all the rage:
Fluffymail, Little Caboose, El bees, Kiwi Pie, Very Baby, Fuzzi Bunz, hand knit wool longies.

2006
Wool longies and soakers did not go out of style for 2006. They are still in demand.
What was all the rage:
El bees, Luxe, bumGenius, Berry Plush, Superstars, wool longies

Wool longies and soakers have not gone out of style for 2007 either. They are still in demand.
What was all the rage:
Dream-Eze, Luxe, bumGenius, Berry Plush, Superstars, wool longies
2008
Wool longies and soakers are still a hot commodity and cuter than ever.
What was all the rage:
Good Mamas, Snap EZ, bumGenius, Monkey Doodlez, wool longies
Eftir að hafa kynnt mér þetta nánar virka hlutskipti mín ekki svo ósanngjörn, og ég skipti um kúka- og venjulegar bleiur með bros á vör héðan í frá. Nei bull, ég mun aldrei brosa á meðan ég skipti á kúkableiu, a.m.k. ekki í þessu lífi.
Einn mánudagsfróðleiksmoli eða svo úr fróðleiksmolaöskjunni minni:
það er ekki "j" eða "y" í bleia
Jórunn Pála
Monday, September 7, 2009
Copenblazin

bókin sem ég keypti mér
Sælinú
Á laugardaginn fór ég á smá tjútt með karenu sem verður líka au pair hérna fram að jólum :D Mjöög gaman, karen var reyndar nýkomin úr flugi frá Íslandi og fluginu seinkaði svo við fórum ekkert í bæinn fyrr en um 3.00 sem er nett seint hér í dk. Svo þetta endaði eiginlega sem svona rannsóknarferð, fundum út hvaða staðir væru hvar o.s.frv. Fundum Blazin sem við héldum að héti Plazin en það er Íslendingastaður. Frekar lítill, álíka stór og neðri hæðin á Prikinu heima... Í gærkvöldi fór litla fjölskyldan út að borða, á jensens böfhouse virkilega ljúft! Allt í lagi með það en á leiðinni er mér boðin vinna! Í annað skipti sem þetta gerist síðan ég kom hingað, ég veit eiginlega ekki hvaðan á mig stendur veðrið svei mér þá. Þetta var s.s. ensk kona sem vildi að ég passaði hálfíslenska soninn hennar frá 9-16. Hún ætlaði að hringja í mig, sjáum hvernig það fer... Ef ég tek því verð ég amk komin með master í barnapössun, næ auðvitað alltaf í Eystein um fjögurleytið.
Annars fór ég í uppáhalds búðina mína, urban outfitters í gær. Fann 2 boli og bók sem heitir 'The Big Trip'. En hún fjallar einmitt um hvað maður ætti að gera í svona 'gap years' eins og ég er að gera.
En nú ætla ég að signa mig útaf facebook/blogginu og inná ugluna...
Bæ í bili
Jórunn
Friday, September 4, 2009
whoooo are you hú hú, hú hú i really wanna know je je je dwánng
Tuesday, September 1, 2009
Hello goodbye
*Á morgun verð ég búin að vera í 2 vikur, hef aldrei verið lengur að heiman en það!!
*Fór í tívolí í boði Sverris Steins á föstudaginn og sá Nik & Jay á sviði. Þeir komu í hreinskilni sagt mjög á óvart, ágætis hjá þeim :)
*Hitti Heiðrós Tinnu í strætó á leiðinni í tívolí, stjarnfræðileg tilviljun halló? Það hentaði vel því Birta Líf var að fara hitta vinkonur sínar og ég mátti leika með Heiðrós, bróður hennar kærustu og vinum hans.
*Fór á strikið á lau með Heiðrós að leita uppi þynnildisfæðu fyrir hana og co, þau fóru á djemm :) Bróðir hennar sýndi okkur hamborgaraSTAÐINN, virkilega góðir ekkert mcdonalds!
*Heiðrós hafði séð það í hyllingum að versla en tíminn flaug frá okkur og kl orðin 17 og allt lokað þegar við vorum búin að borða. En það var ein búð opin og við kíktum í hana, heiðrós keypti rosa flott :) Og viti menn mér var bara boðin vinna á kassanum! En það er ekki alveg víst, verður víst hringt í mig í dag kemur bara í ljós ;) ég krossa allavega fingur og hendi salti yfir öxlina og allt það... Svana ef þú ert að lesa þá var ég með happaeyrnalokkana sem þú gafst mér einu sinni í vinagjöf þegar allt þetta gerðist! þarna gullsmárarnir.....
*Fór og skoðaði danskann háskóla, húmanísku deildina (tungumál, lögfræði, sagnfræði...) Leist vel á, pínu MH stemming þarna. Ég þóttist voða intellektúal vappandi um með bók sem ég keypti í bóksölunni. Það féll um sjálft sig þegar ég var spurð af hverju ég væri í röð sem ég stóð í. Ég hafði sjálf ákveðið að fara í þessa röð af því ég var þvílíkt forvitin að vita af hverju fólk stæði í röð til að komast inn í herbergi. Ég vissi ekkert hvað ég átti að segja babblaði bara eitthvað: Ehhh.....ja...jeg håber de har bøger som I need.....(enskan kemur alltaf inn í svona aðstæðum). Stelpurnar horfðu bara á mig steinhissa og pínu skelkaðar held ég, pottþétt haldið að ég væri þessi týpíski hippaháskólastóner. Ég var meira segja með hippaband. Æ ég verð ekki eldri.....En maðurinn fyrir framan mig í röðinni kom mér til bjargar. Ég smeygði mér úr röðinni og lét mig hverfa stuttu síðar.
*Nú þarf ég bráðlega að fara ákveða hvar ég verð og geri eftir áramót....Hugmyndir eru vel þegnar í komment, það þarf ekki að vera notandi til að kommenta sjáiði til :D
Bless í bili,
Jórunn Pála
Wednesday, August 26, 2009
A Day in the Life - bloggstrakt
hey! ertu örugglega búin að ýta á play? og búin að leyfa vídjóinu að hlaðast inn? ef þú skildir vera með nettengingu á við hellisbúa? En ekki teningingu eins og hér á öresundskollegí, 800 kb á sec?
ok gott.......do carry on, do carry on!
zz
zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz
zzzzzzzzzzzzzzzzzzzz
zzzzzzzzzzzzzzzz
.................
......................
.............
zzzzzzzzzzzzzz
hvaða læti eru þetta er mig að dreyma?
zZZZZZzzzzzzzZZZZzZZZZZZZzzz
......
zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzbyltrumsk
nei birta að ná í föt til að fara í skólann vá pirrandi
neiii bíddu það er ekkert pirrandi kl er 8 get sofið klst lengur jess
zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz
........
dreymi
zzzzzzzzzzzzzzz
.......
ZZZZzzzzzzZZZZzzzzzzZZZZZZzzzZZZZZzzz
................................
dreymidreymidreym dreymi dreymi dreymi dreymi
..........
........
zzzzz.............
zzzzzZZZZZzzzzZZZZzzZzzz............
VEKJARAKLUKKANN!
kl 9 shiiii nenniggiiiii screw it ég sef 10 min lengur............................
zzzzzzzzzz......
.........rumsk vá þessi koddi er ömurlegur.......
zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz..............
zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzdreymidreymrumsk
................
........................
zzzzzzzzzz
hvað er klukkan 10!?
oh neiii allt planið mitt ónýtt æ allt í lagi nenniggi sofa meira
zzzzzzzzzz................
zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz.......
zzzzzzzzzzzzzzzzzzz
.....zzzzzzzzzzzzzzzzZZZZzzZZzzZZZZZZZzzzz
zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZzzzZZZZZZZZZ
ZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZ!
zzzzzzZZZZzzzzZZZzzDREYMzzzzéggetgaldraðeinsogharryppotternaiszzzzzZZZZZexplodiendo!ZZZZZZZ
zzzzzzzzzzzzzzZZZZzzzzzzzzzzzzzzzzzrumsk
zZZZZzzzzzzzZZZZZZzzZZZZzzööööööööööégþarfaðpissaVAKN
11!!!
klukkkan er 11...
meeen enn meira ónýtt planið búin að sofa yfir mig í drasl....
æ ég sef bara lengur........
.....zz......
eða nei..
hvern er ég blekkja þetta er ekki búið enn!! Hvað myndi obama gera..... já! hann myndi:
byrja bara planið núna YES WE CAN!!!!
ÍÞRÓTTAFÖT..........
TEYGJU Í HÁRIÐ..............
IPOD..................
HLAUPASKÓR.........
LYKLAR Í LEYNIVASANN Á HLAUPABUXUM............
NIÐUR STIGAGANGINN........
HOPPA NIÐUR SEINUSTU TRÖPPURNAR.......
HLAUPA Á HRAÐA ANTILÓPUNNAR.............
HLAUPA........
HLAUPA MEÐFRAM VATNINU...........
HLAUPA.........
HLAUPA YFIR Á RAUÐU LJÓSI EKKERT STOPPAR MIG......
HLAUPA...........
HLAUPA MEÐFRAM ANDAPOLLINUM.........
MEÐFRAM RÓNA HAHA ÉG ER EKKI ÞUNN!............
HLAUPA ÉG ER LEIFTUR.......
VÁ ÞETTA ER LÍFIÐ ÉG GÆTI HLAUPIÐ Á ENDA VERALDAR!!!!......
HLAUPA..........
HLAUPA.......
PFFF...........
PFFFFF............
pffff..........
skokka.........
skokka..........
vá ég er svöng............
og þyrst..........
kannski af því ég er ekki búin að borða morgunmat.........
öööö..........
dam það hlupu 4 hlaupamenn frammúr mér...............
æ það er svo heitt.......
sól!............
æ ég labba smá.......
labb....geitungur!! ahhh þegar ég labba svona hægt meðfram trjánum koma bara geitungar í mig ég ætti að hlaupa!! nei nenniggi.......
labb...
labb.............. ..............labb alla leiðina heim.............morgunmatur...........hafragrautur.......birta heima að horfa á australias next top model.....dett í þáttinn....birta í klúbbinn......eyrún kemur heim.......gerir latté........
LATTÉ!!!!......
TÖLVA.....
ÞÝÐA FERILSKRÁ Á DÖNSKU.....
TAKA TIL Í FERÐATÖSKU ÞAR SEM ÉG GEYMI ALEIGUNA MÍNA ÞVÍ ÉG ER EKKI KOMIN MEÐ NEINAR HILLUR........
TAKA TIL Í HERBERGI...................
SKOÐA NÁMSKRÁNA Í ENSKU......
VÁ ÞETTA HLJÓMAR VEL....MENNINGARSAGA BRETLANDS!
EF ÉG TEK 120 EININGAR ENN ER ÉG KOMIN MEÐ BA GRÁÐU......
BA GRÁÐA......
ÁKVEÐ AÐ FARA Í 60 EININGA FJARNÁM Í ENSKU......
SENDI PABBA MEIL UM AÐ REDDA ÞVÍ....
PABBI REDDAR ÞVÍ......
SÆKJA EYSTEIN Á LEIKSKÓLANN........
HITTUM TRÚÐAKONU Á LEIÐINNI SEM GEFUR OKKUR FIÐRILDABLÖÐRULISTAVERK.....
EYSTEINN HRÆDDUR VIÐ TRÚÐAKONUNA OG BLÖÐRUNA HENNAR......
INN AÐ BORÐA BRAUÐ MEÐ NUTELLA....
ÚT AÐ LEIKA Á LEIKVELLINUM........
LJÓNIÐ SEGIR WRAAARR OG KEMUR AÐ NÁ Í EYSTEIN!!!......
GAMAN HJÁ OKKUR :D.....
BIRTA KEMUR Á LEIKVÖLLINN.....
BIRTA OG JÓRUNN AÐ RÓLA......
EYSTEINN DETTUR Á NEBBANN OG FÆR BLÓÐNASIR OG FER AÐ GRÁTA.....
æææææ.......blóðnasir.....inn að horfa á apamynd...........versla inn........bólginn rauður nebbi.......toystory....ég er sko vinur þinn.......borða fisk.......toystory......kvöldkaffi.......matador......giggidí.......
ÚTRÁSARVÍKINGAMATADOR ÉG VANN OG BIRTA TÓK KÚLULÁN JÁ!!..........
skoða bókalista fyrir fjarnám......hmm bækurnar eru kannski soldið dýrar fuuuu.......en það verður gaman að læra þetta......gera plan fyrir morgundaginn.............blogga blaggstrakthátt............geisp
...............bæ.
Sunday, August 23, 2009
Hyg og Harry Potter

Fyrsta helgin mín hérna er búin að vera mjög ljúf :) Ég var heima með Birtu og Eystein á föstudagskvöldið og það var bara kósýkvöld. Horfðum á talentshow sem er danskt x-factor og borðuðum nammi. Eftir að Eysteinn var sofnaður horfðum ég og Birta Líf á Legally Blonde. Eyrún var úti að djemmza og það var víst dansað og dansað! Á laugardaginn fór ég í fyrsta sinn út að skokka fór 4 km á nýjum hlaupaskóm sem Eyrún sæta systir gaf mér í komugjöf! Einstaklega ljúft að skokka hér, stutt í almenningsgarð fann meira að segja andapoll á leiðinni. Svo er hægt að mæla vegalengdirnar á www.irun.dk sem er náttla snilld! Eftir skokkið tók ég mér catnap. Eysteinn Ernir var hjá pabba sínum á laugardaginn svo við stelpurnar fórum í biografen, áttum allar eftir að sjá Harry Potter. Ég verð að segja að hún kom mér skemmtilega á óvart, var búin að heyra svo margt slæmt um hana. Jim Broadbent var alveg að halda þessari mynd gangandi sem prófessor Slughorn og það var alveg margt fyndið. Samt nauðsynlegt að vera búin að lesa bókina, annars eru margar gloppur í myndinni. Prófessor Gandalfur var ekki alveg að skila mér fannst mér. Fín afþreying, gef henni ** og hálfa
Í dag er Eyrún að læra og við hin að leika og slappe af :) Gott veður úti!! Ekki frá því að ég hafi nælt mér í nýjar freknur, þær eru þá orðnar 5.669.994 hehehe
Leiter ;P
Jórunn
Wednesday, August 19, 2009
Komin á nýja heimilið :)
Hej hej
Jórunn
Tuesday, August 18, 2009
Sólarhringur í brottför
Seinasti heili dagurinn á Íslandi var eftirminnilegur. Fór með bækur á skiptibókamarkað, allt í lagi með það. Síðan að láta þýða stúdentsskírteinið yfir á ensku í MR (hitti Iðunni sem var snilld) og svo að eyða inneignarnótu í spútnik. Á leiðinni sá ég forsetabílinn #1 = nais, bíl með rass út um gluggann - brjálað mún í gangi á hverfisgötunni, ég færði mig alveg innar á gangstéttina djísús! Síðan var einhver lýður búin að rífa upp tré úr almenningsgarði og dreifa þeim um allt á torg rétt hjá? Hvaða statement er það eiginlega. Löggan mætt og svæðið og allt í rugli. Ákvað að drífa mig í burtu þegar það kom ljósmyndari og tók myndir af mér, gömlum manni og stöðumælaverði en við vorum öll að hneykslast á þessum brjáluðu ungmennum.
Eins og er er ég að gera allt til þess að fresta því að pakka bloggandi í ruglinu... Sit hérna í herberginu mínu hálfhrærð yfir þessu öllu saman, "hvað er ég eiginlega að gera?!" er hugsun sem kemur upp í hugann öðru hverju. En svo aftur á móti koma líka stundir þar sem ég hreinlega get ekki beðið. Mest erfitt að þurfa kveðja alla, langar svolítið að láta mig bara hverfa án þess að kveðja kóng né prest hehe. Fólk er líka að gera mér erfitt fyrir með legendary kveðjustundum. Ásta og Íris fóru með mig í ógleymanlegan Lord of the Rings leik (þurfti að leita að hringnum eina á ýmsum stöðum), og gáfu mér skikkju og hringinn eina til þess að hafa með til DK! Verður gaman að hjóla um í sturlun :)
Kvöldmaturinn var á Saffran með mömmu, pabba, Bjarna & Bergrós. Gúrmei matur og horfðum síðan á stóra skemmtiferðaskipið sigla úr höfninni. Á leiðinni heim kom aint no sunshine when shes gone, ótrúlega tilviljun. Eins og í öðrun heimi!!! Dagný og Guðrún komu til mín í surprise heimsókn um kvöldið með myndir til að hafa í veskinu (á pottþétt aldrei eftir að skoða þær og aldrei eftir að sakna þeirra og snökta þegar ég skoða þær.....) Síðan fór ég í ágætisrúnt með "crewinu" Örnu, Ingó, Lilju og Trausta. Arna gaf mér afmælisgjöf sem ég ætla að opna í flugvélinni víí. Það er klárt mál að ég á eftir að sakna Íslands í ræmur!